Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 „Það verður heilmikil röskun á starfseminni,“ segir Guðlaug Rakel. fréttablaðið/valli Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel. Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel.
Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00