Körfubolti

Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Ólafsson yfirgefur Grindavík í bili.
Ólafur Ólafsson yfirgefur Grindavík í bili. vísir/ernir
Ólafur Ólafssson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, yfirgefur uppeldisfélag sitt í sumar og gengur í raðir franska liðsins St. Clement.

Þetta kemur fram á karfan.is, en þar segir Ólafur: „Þetta var klárað samningslega í morgun og því allt klappað og klárt. Ég hef leik með þeim eftir Evrópumótið í sumar.“

St. Clement er í B-deildinni í Frakklandi en er í baráttunni um að komast upp í efstu deild. Ólafur gerir við það eins árs samning.

„Þetta er vissulega spennandi hvort sem þeir komast upp eða ekki. Það eru 56 lið í þessari NM2 deild og það er stórt svið til að sýna sig á og mikið ferðast,“ segir hann.

Ólafur, sem varð Íslandsmeistari með Grindavík 2012 og 2013, skoraði 14,9 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 7,2 fráköst. Hann hefur spilað með Grindavík allan sinn feril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×