Sorgardagur fyrir náttúruvernd Ólafur Arnalds skrifar 7. apríl 2015 00:01 Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar