Enski boltinn

Jóhann Berg með níunda markið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Charlton 1-1 jafntefli á móti Fulham í ensku b-deildinni í kvöld.

Jóhann Berg skoraði þarna sitt níunda deildarmark á tímabilinu en hann hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili í London.

Ross McCormack kom Fulham í 1-0 á 8. mínútu leiksins en Jóhann Berg jafnaði átta mínútum síðar.

Jóhann Berg skoraði markið sitt af stuttu færi eftir stoðsendingu frá Morgan Fox.

Jóhann Berg er búinn að skora sex af þessum níu mörkum sínum eftir jól en hann var að glíma við meiðsli framan af tímabilinu en er nú greinilega kominn í sitt besta form.

Charlton er í 11. sæti deildarinnar en liðið er þó sextán stigum frá sæti í úrslitakeppninni um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fulham er í 20. sæti af 24 liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×