Innlent

Óveður á Holtavörðuheiði

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Holtavörðuheiði.
Frá Holtavörðuheiði. Steingrímur Þórðarson.
Suðvestanátt hefur ríkt á landinu í dag og því hefur fylgt einhver úrkoma á landinu vestanverðu í dag. Þar er víða hálka og éljagangur að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni og er til að mynda hálka, óveður og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku en snjóþekja og skafrenningur á Fróðárheiði.

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og Sandskeiði. Víða um sunnanvert landið er talsvert um hálku, hálkubletti og él.

Á Vestfjörðum hefur snjóað mikið í nótt á fjallvegum. Hálka og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og í Dýrafirði. Snjóþekja með stórhríð er á Hálfdáni og Þröskuldum og ófært á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi er víða greiðfært en þó er hálka og skafrenningur á Vatnsskarði. Snjóþekja og óveður er á Öxnadalsheiði og hálka og skafrenningur í Víkurskarði.

Vegir um Norðurland eystra og Austfirði eru að heita má auðir.

Suðausturströndin er einnig nánast auð en hvasst víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×