Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 7. apríl 2015 07:00 Varðskipið Týr bjargaði 320 flóttamönnum á föstudaginn langa. Aðsend mynd/Landhelgisgæslan Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley á laugardag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði á föstudaginn langa af lekum fiskibát, 30 sjómílum norður af Líbýu. Flóttamennirnir eru nú í umsjón ítalskra yfirvalda. Týr heldur áfram eftirliti á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, næstu vikur eða fram í lok maí. Skipið hélt úr höfn frá Sikiley í gærmorgun til eftirlitsstarfa á svipuðum slóðum og það hefur verið á undanfarið. Gísli Einarsson, fréttamaður á RÚV, er um borð í Tý ásamt Karli Sigtryggssyni myndatökumanni og var með ítarlegan fréttaflutning af björguninni. Hann sagði í fréttum RÚV það yfirþyrmandi upplifun að fylgjast með aðgerðunum. „Þetta er lítill trébátur, þetta er eins og stór, gamall íslenskur árabátur, opinn með engu skjóli. Á þessu lögðu tæplega 200 manns á Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku,“ sagði Gísli um aðbúnað flóttamannanna og sagði fögnuð þeirra hafa verið mikinn þegar þeir sáu til Týs, því þá hafi þeir vitað að þeir væru hólpnir. „Mér skilst að þetta sé svona það sem þetta gangi út á – að freista þess að vera bjargað,“ sagði hann enn fremur. Í hópnum sem Týr bjargaði var fjöldi barna og það yngsta rétt um ársgamalt. Þá voru einnig nokkrar konur í hópnum, þar af tvær þeirra barnshafandi.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira