Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 7. apríl 2015 19:29 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun. Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun.
Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43
Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52