Varar við þjálfun íslenskra lögreglumanna í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2015 07:45 Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni. Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni.
Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37