Hælisleitendum falin ritstjórn á dönsku dagblaði í einn dag Bjarki Ármannsson skrifar 9. október 2015 23:52 Gengið til stuðnings hælisleitendum í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Vísir/EPA Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu. Flóttamenn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Danska dagblaðið Information kom út í morgun undir stjórn flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem leitað hafa hælis í Danmörku. Ákveðið var að fela hælisleitendum, sem starfað höfðu sem blaðamenn í heimalöndum sínum, ritstjórn blaðsins í einn dag til að sýna almenningi í Danmörku nýja hlið á þeim hópi fólks sem streymir nú inn í landið. „Stjórnmálamenn líta á hælisleitendur sem vandamál sem þarf að leysa sem allra fyrst og flestir vilja gera það án þess að horfast í augu við fólkið sem um ræðir,“ segir í leiðara Dagbladet Information í dag. „Í dag eru það hælisleitendurnir sem tala til okkar.“ Tólf hælisleitendur, sem flestir eru nýkomnir til Danmerkur, fengu að taka alfarið við stjórntaumunum en fengu aðstoð við heimildarvinnu og þýðingar. Forsíðufréttin dró fram þá staðreynd að tveir þriðju þeirra flóttamanna sem streyma til Evrópu um þessar mundir eru karlmenn og fjallaði um þau áhrif sem það hefur á konurnar sem verða eftir í stríðshrjáðum löndum. Sumir þeirra sem unnu að blaði dagsins í dag höfðu þurft að gjalda dýrum dómi fyrir það að stunda blaðamennsku í heimalandi sínu. Til að mynda var sonur einnar afganskrar blaðakonu myrtur til að hefna fyrir skrif hennar. Dagbladet Information er frjálslynt dagblað sem hóf göngu sína sem málgagn hinnar ólöglegu mótspyrnuhreyfingar gegn nasistastjórn landsins í seinni heimsstyrjöldinni. Lotte Folke Kaarsholm, einn fréttastjóra blaðsins, segir í samtali við breska blaðið The Guardian að blaðið leitist ávallt við að berjast fyrir breytingum í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira