Læsi er forgangsmál í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. júní 2015 07:00 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 3. júní innleiðingaráætlun í lestrarmálum, sem hefur það að markmiði að efla málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna og ungmenna í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Áætlunin byggir á tillögum fagráðs sem skilaði af sér í mars og leggur áherslu á snemmtæka íhlutun, markvissa kennsluráðgjöf og starfsþróun og aukinn stuðning við börn sem eiga í lestrarerfiðleikum. Það er metnaðarmál nýs meirihluta í borginni að allur þorri barna í borginni geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans en mælingar liðinna missera hafa sýnt að allt að þriðjungur barna getur ekki lesið sér til gagns í lok annars bekkjar og nærri 30% drengja eiga í erfiðleikum með lesskilning við lok grunnskólagöngunnar. Það eru alvarleg skilaboð því það er ávísun á lakari menntun þessara einstaklinga en jafnaldra þeirra, ef ekkert er að gert.Snemmtæk íhlutun Grundvallarmarkmið nýju lestrarstefnunnar er að greina snemma og bregðast hratt við lestrarerfiðleikum barna með markvissum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri í að bæta frammistöðu barnanna. Ætlunin er að strax í haust standi öllum grunnskólum borgarinnar til boða að nýta stuðningskerfið Leið til læsis frá og með 1. bekk sem felur í sér skimun og markvissa eftirfylgd með framförum. Þá verða valdir kaflar í lestrargreiningartækinu LOGOS lagðir fyrir nemendur í 3., 6. og 8. bekk, með áherslu á leshraða og lesskilning.Markviss kennsluráðgjöf Leik- og grunnskólakennurum í borginni verður gert kleift að sækja sér símenntun á sviði máls og læsis bæði með hagnýtum námskeiðum og námi á háskólastigi sem metið er til eininga. Fyrir grunnskólastig verði lögð áhersla á námskeið um lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur og lengra komna, viðbrögð við lestrarörðugleikum og virkt tvítyngi og læsi. Einnig verði boðið upp á námskeið um mat á málþroska og læsi. Fyrir leikskólastig verði lögð áhersla á alla þætti bernskulæsis, virkt tvítyngi og mat á málþroska. Starfsfólki í frístundastarfi verði boðið upp á fræðslu um eflingu máls og læsis í leik og óformlegu námi.Miðstöð máls og læsis Strax í haust verður hafinn undirbúningur að stofnun Miðstöðvar máls og læsis sem mun hafa það hlutverk að styðja við fagmennsku kennara með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi leik- og grunnskólabarna. Stefnt er að því að Miðstöðin taki til starfa á vormisseri 2016.Aukið samstarf Það er leiðarstef í tillögum að nýrri læsisstefnu að stuðningur við börn frá leikskólaaldri verði markvissari með auknu samstarfi þeirra aðila sem að málum þurfa að koma. Þess vegna er lögð áhersla á náið samstarf leikskóla og grunnskóla m.a. um mælingar á málþroska og nýtingu niðurstaðna úr þeim, samstarf við ungbarnavernd um fræðslu til foreldra um mikilvægi málþroska og bernskulæsis, og aukið faglegt samstarf um sérfræðiþjónustu skóla sem fram fer á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Lykilatriði er að þjónustan sé markviss, byggi á gagnreyndum aðferðum og nýtist börnunum sem um ræðir til að ná betri tökum á þeirri grundvallarfærni sem lestur er fyrir allt frekara nám og vinnu í samfélaginu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun