Innlent

Hlaupurum í Color Run bannað að fara í Strætó

Birgir Olgeirsson skrifar
Ef þú varst í litahlaupunum voru litlar líkur á að þú fengir að fara með strætó vegna reglna um hreinlæti í strætisvögnum.
Ef þú varst í litahlaupunum voru litlar líkur á að þú fengir að fara með strætó vegna reglna um hreinlæti í strætisvögnum. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Þátttakendum Color Run á Íslandi var bannað af vagnstjórum að ferðast með strætisvögnum Strætó bs. eftir hlaupið. Þetta staðfestir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi.

Hann segir þessa ákvörðun hafa legið fyrir áður en hlaupið hófst. „Og er í samræmi við reglur sem gilda um óhreinindi í strætó. Þetta gilti einnig á veitingastöðum, þátttakendum var bannað að fara þar inn.“

Hann segir þessa ákvörðun Strætó bs. ekki hafa átt að koma nokkrum á óvart. „Ég myndi ekki segja það. Ég held að þegar þú sjáir þetta fólk þá skiljir þú það vel. Það var rætt um það við vagnstjórana að meta þetta út frá reglunum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×