Lífið

Að minnsta kosti 1300 treysta ekki Bubba Morthens

Bjarki Ármannsson skrifar
Hér má sjá þau Arnþrúði Karlsdóttur, Bubba Morthens og Pétur Gunnlaugsson en það má með sanni segja að það sé mikill atgeirasöngur eftir að Útvarp Saga ákvað að spyrja hlustendur sína hvort þeir treysti tónlistarmanninum.
Hér má sjá þau Arnþrúði Karlsdóttur, Bubba Morthens og Pétur Gunnlaugsson en það má með sanni segja að það sé mikill atgeirasöngur eftir að Útvarp Saga ákvað að spyrja hlustendur sína hvort þeir treysti tónlistarmanninum. Vísir
Góð þátttaka hefur verið í skoðanakönnun Útvarps Sögu í dag þar sem spurt er hvort hlustendur treysti tónlistarmanninum Bubba Morthens. Þegar þetta er skrifað hafa 2.644 tekið þátt og naumur meirihluti segist ekki treysta Bubba, 1.293 gegn 1.212. Hlutlausir eru 139.

Bubbi og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að tónlistarmaðurinn bannaði útvarpsstöðinni að spila lög sín í síðasta mánuði. Sagði hann stöðina ala á fordómum og mannhatri og að hún þrifist í „andlegum skugga.“

Hann tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni stuttu eftir að önnur skoðanakönnun á vef stöðvarinnar, þar sem spurt var hvort hlustendur treystu múslimum, vakti mikla athygli og gagnrýni úr ýmsum áttum.

Bubbi var allt að því orðlaus þegar Vísir bar nýjustu skoðanakönnun Útvarps Sögu undir hann fyrr í dag.

„Hvað á ég að segja? Þegar heil útvarpsstöð ákveður að hjóla í mig af því ég er ósáttur við skoðanir þeirra. Hvað á ég að segja? Þetta er auðvitað galið,“ sagði hann. Hann lagði stuttu síðar til á Twitter-síðu sinni að næsta könnun stöðvarinnar ætti að vera „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ en Arnþrúður Karlsdóttir er útvarpsstjóri Útvarps Sögu.


Tengdar fréttir

Bubbalög komin á bannlista

Einn tónlistarmaður hefur leitað til STEFs og farið fram á að tónlist hans verði ekki framar spiluð á Útvarpi Sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.