Gefur út göngubók og skipuleggur fyrstu göngugarpa útihátíðina Guðrún Ansnes skrifar 6. júní 2015 12:00 Einar Skúlason hefur gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur. Hann gaf nýlega út bókina Lóa með strá í nefinu og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar. Mýrarboltinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar.
Mýrarboltinn Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira