Búist við að Írar samþykki hjónabönd samkynhneigðra í dag Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 20:00 Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Búist er við að meirihluti Íra samþiggi hjónabönd samkynhneigðra í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer í dag. Kaþólska kirkjan sem áður var mjög áhrifamikil í landinu leggst gegn málinu en er sjálf þjökuð af fjölmörgum hneykslismálum vegna ofbeldis gegn einstæðum mæðrum og barnaníði. Þjóðaratkvæðagreiðslan á Írlandi er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. En barátta þeirra sem vilja leyfa hjónabönd samkynhneigðra hefur verið mjög áberandi í landinu undanfarna mánuði og er breytingin studd af öllum stjórnmálaflokkum Írlands, ásamt miklum fjölda þjóðþekktra einstaklinga og leiðtoga í atvinnulífinu. Kjörstöðum lokar klukkan níú í kvöld að íslenskum tíma en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun. Niðurstðan ræðst töluvert af stuðningi yngri kjósenda en tugir þúsunda ungs fólks hefur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. „Ég sætti mig ekki við heim þar sem þessi breyting nær ekki fram að ganga.Ég held að framsækin lög sem þessi geti komið landinu mjög til góða. Ég held að þetta yrði mjög gott fyrir þjóðarsálina. Þetta yrði mjög gott fyrir aðlögun LGBT fólks að samfélaginu. Ég held að það yrði allt jákvætt við þessa breytingu,” segir Samuel Riggs ungur kjósandi á kjörstað. Aldrei áður hefur heil þjóð gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. En kaþólska kirkjan hefur öldum saman verið mjög valda og áhrifamikil í landinu. Fjöldi hneykslismála varðandi meðferð kirkjunar á einstæðum mæðrum, ólöglegum ættleiðingum á börnum þeirra og jafnvel morðum sem og fjöldi mála presta vegna kynferðislegrar misnotkunar á konum og börnum, hefur hins vegar grafið mjög undan áhrifum kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta maldar kirkjan lágvært í móinn en kannanir benda til að hjónabönd samkynhneigðra verði samþykkt með allt að tveimur þriðju atkvæða. Ian Monney, ungur kjósandi, styður breytinguna. „Ef þetta nær fram að ganga mun fólk sem hefur upplifað afskúfun á Írlandi í fyrsta skipti fá það á tilfinninguna að það sé hluti af samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Þannig að þetta yrði stórmál,“ segir Mooney.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira