Lífið

Valli sport: Ég var svekktur og ég faldi það ekkert

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Þetta var pínulítið erfið stund í gær,“ segir umboðsmaðurinn Valgeir Magnússon, Valli Sport, um ræðu sem hann hélt í gær þegar ljóst var að Ísland kæmist ekki áfram.

Hann bætir við að hópurinn hafi náð að tengjast vel og það hafi verið æðislegt að fygljast með Maríu vaxa og dafna úti. „Ég hélt svo innilega með henni og hún átti svo ótrúlega skilið að fara áfram. Ég leyfði mér að vera svekktur og faldi það ekkert. Maður kemst lengst í lífinu með því að vera einlægur og segja hvernig manni líður. Stundum segir maður ekki gott og það var þannig í gær,“ segir Valli.

Sjá einnig: María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla sport

Hópurinn sem fór út að þessu sinnni var að mörgu leiti reynsluminni en þeir sem hafa farið á síðustu árum. Fann aðeins fyrir því og segir að það hafi verið mjög gaman að sjá strákana í Stop Wait Go og Maríu horfa á hlutina öðrum augum en aðrir hafa gert á undan þeim.

Það sem eftir lifir ferðarinnar ætlar Valli að nýta til að skoða Vínarborg og fá loks að vera túristi. Einnig mun hann spila aðeins fyrir aðra gesti og auðvitað fylgjast með keppninni sjálfri.

„Frá því að ég heyrði lögin í keppninni hef ég alltaf sagt að Ástralía muni vinna. Það er eina lagið sem á að vinna og ég verð hissa ef það gerist ekki en ég var líka hissa í gær,“ segir Valli.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.