LÖKE-málið: Mun fara fram á skaðabætur frá ríkinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2015 12:46 Gunnar Scheving Thorsteinsson, lögeglumaður. Vísir/Valli Aðalmeðferð í LÖKE-málinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson er í málinu ákærður fyrir að hafa komið upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Gunnar var í fyrstu einnig ákærður fyrir að fletta 45 konum upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en fyrir aðalmeðferð féll ríkissaksóknari frá þeim ákæruleið þar sem sakfelling var ekki talin líkleg. Áætlaður tími fyrir aðalmeðferðina samkvæmt dagskrá var 6 klukkutímar en að sögn Garðars Steins Ólafssonar, lögmanns Gunnars, tók hún aðeins 30 mínútur. „Saksóknari hefur fallið frá kröfu um allan málskostnað, sem venjulega er gert eftir sýknudóm. Allur málskostnaður fellur því á ríkið sama hvernig málið fer,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Þá segir að hann að ekki sé heldur gerð refsikrafa af hálfu ákæruvaldsins, ef lögreglumaðurinn verður sakfelldur, sem sýni viðurkenningu á því að meint brot sé smávægilegt. Aðspurður hvort að Gunnar muni fara fram á skaðabætur frá ríkinu segir Garðar svo vera. „Já, það hefur alltaf staðið til að fara fram á skaðabætur vegna rangra sakargifta," segir Garðar.En býst hann við að slíkt mál væri fyrir dómstóla eða að samið yrði um skaðabætur? „Það væri mjög undarlegt ef þetta færi fyrir dóm þar sem ákæruvaldið hefur viðurkennt að skjólstæðingur minn var ekki sekur um það sem hann var ákærður fyrir í fyrstu,“ segir hann og vísar þar til fyrri ákæruliðarins um meintar ólöglegar uppflettingar lögreglumannsins í upplýsingakerfi lögreglunnar sem felldur var niður. Þá segir Garðar að allar líkur séu einnig á því að lögreglumaðurinn muni snúa aftur til starfa en honum var vikið tímabundið frá störfum eftir að málið kom upp fyrir tæpu ári. „Það þarf auðvitað bíða eftir formlegri niðurstöðu í málinu en verklagsreglur lögreglunnar og fordæmi gefa ekki annað til kynna en að hann muni snúa aftur til starfa,“ segir Garðar. Tengdar fréttir Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51 Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17 LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53 Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31 LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Aðalmeðferð í LÖKE-málinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson er í málinu ákærður fyrir að hafa komið upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Gunnar var í fyrstu einnig ákærður fyrir að fletta 45 konum upp í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en fyrir aðalmeðferð féll ríkissaksóknari frá þeim ákæruleið þar sem sakfelling var ekki talin líkleg. Áætlaður tími fyrir aðalmeðferðina samkvæmt dagskrá var 6 klukkutímar en að sögn Garðars Steins Ólafssonar, lögmanns Gunnars, tók hún aðeins 30 mínútur. „Saksóknari hefur fallið frá kröfu um allan málskostnað, sem venjulega er gert eftir sýknudóm. Allur málskostnaður fellur því á ríkið sama hvernig málið fer,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Þá segir að hann að ekki sé heldur gerð refsikrafa af hálfu ákæruvaldsins, ef lögreglumaðurinn verður sakfelldur, sem sýni viðurkenningu á því að meint brot sé smávægilegt. Aðspurður hvort að Gunnar muni fara fram á skaðabætur frá ríkinu segir Garðar svo vera. „Já, það hefur alltaf staðið til að fara fram á skaðabætur vegna rangra sakargifta," segir Garðar.En býst hann við að slíkt mál væri fyrir dómstóla eða að samið yrði um skaðabætur? „Það væri mjög undarlegt ef þetta færi fyrir dóm þar sem ákæruvaldið hefur viðurkennt að skjólstæðingur minn var ekki sekur um það sem hann var ákærður fyrir í fyrstu,“ segir hann og vísar þar til fyrri ákæruliðarins um meintar ólöglegar uppflettingar lögreglumannsins í upplýsingakerfi lögreglunnar sem felldur var niður. Þá segir Garðar að allar líkur séu einnig á því að lögreglumaðurinn muni snúa aftur til starfa en honum var vikið tímabundið frá störfum eftir að málið kom upp fyrir tæpu ári. „Það þarf auðvitað bíða eftir formlegri niðurstöðu í málinu en verklagsreglur lögreglunnar og fordæmi gefa ekki annað til kynna en að hann muni snúa aftur til starfa,“ segir Garðar.
Tengdar fréttir Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51 Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17 LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53 Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31 LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51
Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða. 28. ágúst 2014 10:17
LÖKE-málið: „Ein lög fyrir lögreglustjórann og ein lög fyrir lögreglumanninn“ Ríkissaksóknari hefur fallið frá fyrri hluta ákæru í LÖKE-málinu svokallaða en eftir stendur ákæruliður sem snýr að miðlun upplýsinga til þriðja aðila sem áttu að fara leynt. 5. mars 2015 14:53
Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis Ekki var hægt að útiloka að meirihluti uppflettinga lögreglumannsins hafi tengst starfi hans. 5. mars 2015 18:31
LÖKE lokað Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa flett upp persónulegum upplýsingum 41 konu. 21. nóvember 2014 10:28