Eru skoðanir unglinga ómarktækar? Alex Daði Blöndal Sigurðsson skrifar 6. mars 2015 13:54 Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun