Lífið

Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Måns Zelmerlöw var ekki í leðurbuxunum þegar hann kom heim til Svíþjóðar.
Måns Zelmerlöw var ekki í leðurbuxunum þegar hann kom heim til Svíþjóðar. Vísir/AFP
Måns Zelmerlöw tók lagið þegar hann lenti á flugvellinum Arlanda, norður af Stokkhólmi fyrr í dag.

Nokkur fjöldi fólks var kominn til að taka á móti nýju þjóðhetjunni sem vann Eurovision í Vínarborg í gærkvöldi.

Måns söng sigurlagið Heroes án undirleiks, en þó með aðstoð bakraddasöngvara, við mikla lukku gesta.

Måns var spurður hvort hann hefði áhuga á að stýra keppninni að ári. „Auðvitað myndi ég vilja það. Það væri mikill heiður ef ég fengi verkefnið,“ sagði Måns í samtali við sænska fjölmiðla.

Þetta var í sjötta sinn sem Svíar vinna Eurovision. Sjá má myndband af Måns á Arlanda að neðan.


Tengdar fréttir

Dagur í leðurbuxur sigri Svíar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.