Bíó og sjónvarp

Franska myndin Dheepan hlaut Gullpálmann í Cannes

Atli Ísleifsson skrifar
Jacques Audiard, leikstjóri Dheepan.
Jacques Audiard, leikstjóri Dheepan. Vísir/AFP
Franska kvikmyndin Dheepan, í leikstjórn Jacques Audiard, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í kvöld.

Myndin fjallar um sögu fólks á flótta undan fátækt og afleiðingum stríðs á Sri Lanka og í leit að nýju lífi í Frakklandi.

Í frétt BBC segir að valið á Dheepan hafi þótt koma á óvart en formenn dómnefndar þetta árið voru bræðurnir Joel og Ethan Cohen.

Dramamyndin Son of Saul hlaut verðlaun í flokknum Grand Prix. Vincent Lindon hlaut verðlaun sem besti karlleikari og þær Rooney Mara og Emmanuelle Bercot deildu verðlaununum sem besta leikkona.


Tengdar fréttir

Kindurnar með hreinum ólíkindum

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.