Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 12:04 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira