Lífið

Allar hugmyndirnar sem þú þarft fyrir Hrekkjavöku

Margrét Erla Maack skrifar
Mörgum er boðið í búningapartý um helgina, þó einhverjir hafi engann áhuga á að taka þátt í Hrekkjavökunni. Skólar og frístundaheimili gera sér glaðan dag og fullorðnum er ekki síður boðið til veislu. Ísland í dag kíkti í búningabúðir og athugaði stemminguna. Það virðist vera mál málanna að búa til sem mest af búningnum sjálfur, eða skella saman tveimur hugmyndum og gera til dæmis hryllings Mikka mús. Þar að auki fékk Margrét Erla Maack góð ráð frá Vigdísi Hlíf, búningadrottningu Plain Vanilla og Unnur María Bergsveinsdóttir kenndi hvernig á að mála sig eins og La Catrina, eða hin mexíkóska ungfrú dauði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×