Embætti landlæknis hvetur fólk til að takmarka neyslu á unnum kjötvörum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 16:21 Skýrsla WHO leiðir í ljós að neysla á unnum kjötvörum eykur líkur á krabbameini. vísir/epa Embætti landlæknis segir mikilvægt að fólk takmarki sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum og á rauðu kjöti. Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur leitt í ljós að kjötvörur, líkt og pylsur, beikon og skinka, séu krabbameinsvaldandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir að í byrjun árs hafi Embætti landlæknis birt nýjar ráðleggingar um mataræði þar sem fólki er ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Rannsókn WHO hafi staðfest það sem áður hafi verið birt af World Cancer Research Fund (WCRF), en að nú hafi rautt kjöt og unnar kjötvörur verið flokkað eftir krabbameinsáhættu. „Við mælum með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum en það samsvarar um tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku, og smávegis kjötáleggi. Með unnum kjötvörum er oftast átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið og þar má sem dæmi nefna saltkjöt, spægipylsu, hangikjöt, skinku og þess háttar.“ Stofnunin tók saman niðurstöður úr yfir 800 rannsóknum og hefur nú sett unnar kjötvörur í sama flokk og tóbak, asbest og dísilgufu. „Áhætta við að borða unnar kjötvörur er samt sem áður mun minni en að reykja, þrátt fyrir að þetta sé núna í sama flokki,“ útskýrir Hólmfríður. Þá segir hún að í nýjum ráðleggingum Embættis landlæknis sé lögð meiri áhersla en áður á mataræði í heild sinni og á fæði úr jurtaríkinu, til dæmis á grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Niðurstaða skýrslu WHO er sú að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini og ristli í endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Embætti landlæknis segir mikilvægt að fólk takmarki sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum og á rauðu kjöti. Ný rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur leitt í ljós að kjötvörur, líkt og pylsur, beikon og skinka, séu krabbameinsvaldandi. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embættinu, segir að í byrjun árs hafi Embætti landlæknis birt nýjar ráðleggingar um mataræði þar sem fólki er ráðlagt að takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Rannsókn WHO hafi staðfest það sem áður hafi verið birt af World Cancer Research Fund (WCRF), en að nú hafi rautt kjöt og unnar kjötvörur verið flokkað eftir krabbameinsáhættu. „Við mælum með að takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 grömm á viku og takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum en það samsvarar um tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku, og smávegis kjötáleggi. Með unnum kjötvörum er oftast átt við kjöt sem er reykt, saltað eða rotvarið og þar má sem dæmi nefna saltkjöt, spægipylsu, hangikjöt, skinku og þess háttar.“ Stofnunin tók saman niðurstöður úr yfir 800 rannsóknum og hefur nú sett unnar kjötvörur í sama flokk og tóbak, asbest og dísilgufu. „Áhætta við að borða unnar kjötvörur er samt sem áður mun minni en að reykja, þrátt fyrir að þetta sé núna í sama flokki,“ útskýrir Hólmfríður. Þá segir hún að í nýjum ráðleggingum Embættis landlæknis sé lögð meiri áhersla en áður á mataræði í heild sinni og á fæði úr jurtaríkinu, til dæmis á grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Niðurstaða skýrslu WHO er sú að fimmtíu grömm af unnum kjötvörum á dag auki líkur á krabbameini og ristli í endaþarmi um átján prósent. Þá sé rautt kjöt líklega einnig krabbameinsvaldandi.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira