Færeyingar halda áfram að selja Rússum fisk Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2015 07:00 Forsætisráðherrar allra Norðurlandaþjóðanna voru saman komnir í Hörpu í gær, ásamt mörgum fleiri. Fréttablaðið/GVA Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Færeyingar styðja ekki viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þetta kom fram í máli Aksels Johannessen, lögmanns Færeyja, á fyrsta fundi 67. þings Norðurlandaráðs í Hörpu í gær. Á fundinum var rætt um hvernig efla megi samstarf norrænna ríkja og Eystrasaltsríkjanna enn frekar. Einnig var rætt hvernig ríkin geta sameinast í afstöðu sinni til alþjóðastjórnmála. „Og á meðan við erum ekki beitt refsiaðgerðum þá höldum við að sjálfsögðu áfram að flytja út fisk til Rússlands,“ hélt lögmaðurinn áfram. Staðan í Rússlandi var fundargestum greinilega mjög hugleikin. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, var spurður að því hvernig þeir upplifðu innrás Rússa á Krímskaga í ljósi þess að landamæri Rússlands og Finnlands liggja saman á löngum kafla. Þá var hann spurður að því hvort átökin væru ekki sérlega óþægileg fyrir Finna í ljósi þess að þjóðin er ekki aðili að Atlantshafsbandalaginu. „Þessi hernaðarumsvif komu ekki á óvart. Þau eru ekki ógn við okkur vegna þess að við erum hluti af norrænu fjölskyldunni og ESB,“ sagði Sipila. Hann sagði að Finnar teldu sér best borgið utan Atlantshafsbandalagsins og benti á að Svíar stæðu þar einnig fyrir utan.Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði að öryggismál í hefðbundnum skilningi hefðu hingað til verið á könnu utanríkis- og varnarmálaráðherra. Hins vegar hafi atburðir gerst sem leiði til þess að fjalla þurfi um öryggismál á annan hátt en áður. „Við þurfum að fylgjast með tilraunum til öfgahyggju á Norðurlöndum og undanförum hennar,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá benti hann á að fylgjast þyrfti vel með hryðjuverkum á netinu. Og vera vel vakandi gagnvart hættunni sem kæmi innan frá úr samfélögum okkar. Þar væri norræn samvinna mikilvæg. Á fundinum var Guðbjarts Hannessonar, alþingismanns og varaforseta Norðurlandaráðs, minnst með einnar mínútu þögn. Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, minnti á að Guðbjartur hefði verið stúdent í Danmörku og lagt áherslu á samstarf milli Norðurlandanna.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira