Aldrei sagt nei við verkefnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 10:30 "Þótt enginn trúi því var ég afskaplega rólynt barn, sat og saumaði. Ekki alveg ímyndin núna!“ segir Sigrún. vísir/GVA Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra kemur brosandi til dyra. Eiginmaðurinn Páll Pétursson stendur innar í ganginum. Þau hjón eru að kveðja næturgesti, Helga Pál og Barböru, bændur og tamningamenn á Höllustöðum í Blöndudal, ættaróðali húsbóndans. Eftir smá spjall í eldhúsinu færum við Sigrún okkur í stofuna. Fyrsta spurning er hvort hún hafi gengið með ráðherrann í maganum. „Nei, aldeilis ekki, ég gæti ekki hafa verið með minna fóstur af því tagi,“ segir hún og kveðst hafa verið mjög ánægð á þeim stað sem hún var. „Mér fannst gaman að fá tækifæri til að verða þingmaður á góðum aldri og er ekkert farin frá því. Það er góður og skemmtilegur hópur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og mikil eining innan hans.“Syndir móti straumnum Sigrún er lýðveldisbarn, fæddist í júní 1944 og fyllti því sjöunda tuginn síðasta sumar. Það er sá aldur sem margir nota til að setjast í helgan stein. En hún syndir móti straumnum. „Maður breytist ekkert á einum degi eða eftir ártölum. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og áhugasvið. Það höfðar til mín að taka þátt í félagsstarfi, móta tillögur og þrasa frekar en fara að stunda golf eða útskurð,“ segir hún. Kveðst þó ekki hafa átt von á því þegar hún samþykkti að vera á lista Framsóknar fyrir síðustu alþingiskosningar að hún stæði í sporum ráðherra einu og hálfu ári síðar. Alls ekki. „Auðvitað gerði ég mér grein fyrir að því fylgdi ábyrgð að taka 2. sætið á lista. Það var baráttusæti. Maður fer ekki hugsunarlaust í framboð og heldur ekki í stjórnmál nema til að ná árangri. Ég var viss um að ég yrði varaþingmaður og kæmi inn á þing öðru hvoru. Ég bar ekki ráðherra í maganum en var hamingjusöm yfir að flokkurinn minn skyldi enn og aftur treysta mér. Auðvitað getur verið þægilegra að taka hægindastólinn og konfektkassann fram yfir baráttuna en ég hef aldrei sagt nei við verkefnum heldur haft þann neista að vilja taka þátt.“ Sigrún var síðast á þingi 1982, sem varaþingmaður. En er sá Framsóknarflokkur sem hún starfar í núna sá sami og þá? „Ég er búin að fylgja þessum flokki í næstum hálfa öld og félagshyggjuhugsjónin er runnin mér í merg og bein,“ segir hún fastmælt og líkir pólitík við vegalagningu. Það kunni að verða beygjur á leiðinni og steinar sem þurfi að ryðja burt en sé ákvörðunarstaðurinn skýr sé haldið áfram á hverju sem gengur. „Á einhverjum tíma kann að hafa verið fólk sem hugsaði meira um eigin frama en lokatakmark flokksins og hafi komið inn í stjórnmál bara til að fara í framboð. Það er mikill kostur ef fólk hefur starfað í félögum, því félög skapa samkennd sem er svo mikilvæg í stjórnmálaflokkum eins og annars staðar.“ Sigrún kveðst sjálf hafa fengið ómetanlegt uppeldi í kvenfélagi flokksins í Reykjavík.Ættuð af Austurvelli Hún sleit barns- og unglingsskónum í Skipasundinu, rekur móðurættina í Svarfaðardalinn og föðurættina á Austurvöll númer 1. „Ég var í sveit í Svarfaðardal og finnst enginn staður fallegri en er ekkert síður stolt af því að vera úr hjarta borgarinnar. Forfaðir minn, Hallgrímur Scheving, reisti sér hús þar sem Hótel Borg er nú. Það varð síðar pósthús og við það er Pósthússtræti kennt en húsið stendur í dag á horni Brúnavegs og Kleifarvegs.“ Sigrún lauk landsprófi og 4. bekkjar prófi frá Kvennaskólanum. Síðar fór hún í MH og nam enn síðar þjóðfræði og borgarfræði við HÍ. Eitt af því sem hún telur hafa mótað hana sterkt er að hún flutti tæplega átján ára til Þýskalands, gift kona, án alls stuðnings að heiman. „Maðurinn minn, Kári Einarsson, var að læra rafmagnsverkfræði og ég fór strax að vinna á skrifstofu heildsölu. Það var strembið í byrjun að skrifa þýsk verslunarbréf. Aginn var mikill í Þýskalandi og sparsemin, þar held ég að ég hafi lært þá nýtni sem ég hef tileinkað mér. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef það hefði sést brauðskorpa í ruslinu. En nái maður Þjóðverjum þá á maður þá fyrir lífstíð. Við Kári leigðum uppi á lofti hjá fjölskyldu sem enn heldur tryggð við mig, sama er að segja um vini sem ég vann með í Deutsche Bank í þrjú ár.“ Áður en hún fór út var Sigrún hálft ár í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. „Ég held að móðir mín hafi haft meiri áhyggjur af piltinum sem ég var að giftast en mér. Ég varð eitthvað að kunna.“ Hún gerir ekkert mikið úr sér sem húsmóður en kveðst þó alltaf elda kvöldmat. Ef hún viti af erfiðri viku fram undan undirbúi hún sig um helgar. „Hún er heilög þessi kvöldmáltíð,“ segir hún. Árin urðu fimm í Þýskalandi og Sigrún segir dvölina hafi hert hana. „Ég kom teinrétt til baka frá Þýskalandi og hafði lært heilmikið. Auðvitað hefði ég getað átt áhyggjulausara líf hér heima í menntaskóla – alveg eins og ég hefði getað átt áhyggjulausari efri ár núna. En ég þarf alltaf að vera að berjast í einhverju. Það er bara í mér.“ Um tveggja ára skeið bjuggu Sigrún og Kári á Bíldudal en hún hafði áhyggjur af heilsu foreldra sinna og þau fluttu suður aftur, settust að í Skipasundinu og þar komu tvær dætur til sögunnar, Sólveig Klara 1971 og Ragnhildur Þóra 1975. Þau keyptu verslunina Rangá, ásamt vinahjónum frá Bíldudal og Sigrún sinnti rekstri hennar í tæpa þrjá áratugi. Heimilið var á hæðinni fyrir ofan. „Flestir kaupmenn hurfu af hornunum en Rangá hefur lifað. Það má meðal annars þakka nýtni og hirðusemi um það sem við höfðum,“ segir Sigrún og telur þessa reynslu koma að gagni í því sem hún sé að taka að sér. „Það er nauðsyn í hinu stóra samhengi að fara vel með það sem okkur er falið, meðal annars náttúruna því henni verðum við að skila áfram til næstu kynslóða.“Sigrún í ráðherrastól. „Það er nauðsyn í hinu stóra samhengi að fara vel með það sem okkur er falið, meðal annars náttúruna því henni verðum við að skila áfram til næstu kynslóða.“Með fyrrverandi á jólum Sigrún og Kári skildu árið 1986 um svipað leyti og hún tók við sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Var hún kannski farin að gefa Páli auga? „Ekki aldeilis. Páll var giftur maður þá. Það voru allt aðrar ástæður sem lágu þar að baki,“ segir hún og viðurkennir að skilnaður sé alltaf erfiður en þau Kári hafi borið gæfu til að vinna vel úr honum. „Kári er til dæmis alltaf með okkur á aðfangadagskvöld og nú var hann líka hér á gamlárskvöld. Það segir auðvitað mikið um Pál.“ Hún segir þessa hefð hafa skapast áður en Páll kom til sögunnar. „Við Kári höfðum þann þroska að hugsa aðeins út fyrir okkur sjálf og reyna að hafa huggulegt kvöld með stelpunum okkar, þrátt fyrir skilnaðinn. Svo hefur það bara haldið áfram. Þótt Ragnhildur Þóra búi í Bretlandi er hún alltaf hér á jólunum og finnst algerlega tilheyra að hafa pabba sinn með. Enda á maður ekkert endilega að láta allt rofna þótt leiðir skilji.“ Ég forvitnast um stelpurnar og kemst að því að Sólveig Klara er geðhjúkrunarfræðingur og Ragnhildur Þóra vísindamaður í Cambridge. Sigrún upplýsir að í sömu sjónvarpsfréttum og hún var kynnt sem ráðherra hafi verið viðtal við Ragnhildi Þóru vegna tilnefningar hennar í hóp bestu taugavísindamanna í Evrópu. Þar sem við sitjum blasa við útsaumaðir dúkar með fögru handbragði umhverfisráðherrans. Sigrún segir hannyrðir hafa fylgt henni alla tíð í einhverjum mæli. „Þótt enginn trúi því var ég afskaplega rólynt barn, sat og saumaði. Ekki alveg ímyndin núna!“ Hún segir Pál kunna líka með nálina að fara. „Það er nú svo gott með hann Pál að hann er svo flinkur að lagfæra föt. Hann þolir ekki ef faldur er lélegur eða einhvers staðar vantar tölu. Þá tekur hann sig til. Hann hefur líka alfarið séð um að kaupa á mig föt í fleiri, fleiri ár og ég er alltaf ánægð með hans val.“ Hún segir það hafa verið mikinn feng fyrir sig að kynnast Páli sínum og öllu hans fylgdarliði. Samanlagt eigi þau 17 barnabörn. „Við eigum hús á Höllustöðum og þar nýt ég þess að róta í moldinni og rækta. Við fengum fleiri kíló af jarðarberjum í sumar. Það er ekkert síður ég en hann sem sæki þangað norður.“ Sigrún er kvik í hreyfingum, samt kveðst hún aldrei hafa farið í leikfimi, bara sund. „Það er einhver liðleiki í genunum. Maggi Scheving er bróðursonur minn og bróðir minn er íþróttakennari. Hann stýrði öllu íþróttaveseni í götunni en fannst ég aldrei nógu dugleg svo ég fór bara inn og saumaði. En við tjúttuðum mikið á tímabili og á sjötugsafmælinu mínu fengum við okkur snúning.“Borgarfulltrúi Sigrún var borgarfulltrúi á árunum 1986 til 2002. Hún var formaður í fræðsluráði í átta ár, meðal annars þegar borgin tók við grunnskólunum úr hendi ríkisins. Því fylgdi mikil uppbygging til að öll börn gætu verið í skóla á sama tíma dagsins, það telur Sigrún hafa aukið jafnrétti kynja til náms og starfa meira en fólk geri sér grein fyrir. Hún var formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans, boðaði fundi og stjórnaði þeim.Sjóminjasafnið Sigrún sat í nefnd sem kom sjóminjasafni á Grandagarði á laggirnar. Kveðst stundum kalla það verkefni naglasúpuna því það minni á söguna af henni. „Maður fær fimm línur, tillögur á blaði, og þarf að vinna úr þeim. Svo hrærir maður í tómum potti og segir svo eins og kallinn: „Það væri nú gott að fá smá styrk þarna, ekki væri nú amalegt að finna einhverja muni eða fá þetta og hitt.“ Karlinn var lunkinn í sögunni og það þurfti hyggindi þarna líka. Auðvitað fékk ég á mig frekjustimpil en ég held ég hafi lagt líf og sál í að gera sjóminjasafnið Víkina að veruleika og það var ekki alltaf auðvelt.“Þingvallanefnd Sigrún er formaður Þingvallanefndar og finnst það heiður, enda snerti staðurinn hjarta hvers Íslendings. „Gróðurinn er viðkvæmur á Þingvöllum og við þurfum líka að halda sögunni til haga svo komandi kynslóðir skilji hvað þar hefur átt sér stað. Því þarf að vernda Þingvelli en þeir eru einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins,“ segir hún og bendir á að nýtt bílastæði hafi verið tekið í notkun í haust uppi á Haki. Nefndin sé að skoða hvort þar sé hægt að byggja líka veitingasölu og kannski finna nýja gönguleið þaðan niður í Hestagjá til að dreifa fjöldanum þannig að ekki feti allir sömu slóðirnar. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra kemur brosandi til dyra. Eiginmaðurinn Páll Pétursson stendur innar í ganginum. Þau hjón eru að kveðja næturgesti, Helga Pál og Barböru, bændur og tamningamenn á Höllustöðum í Blöndudal, ættaróðali húsbóndans. Eftir smá spjall í eldhúsinu færum við Sigrún okkur í stofuna. Fyrsta spurning er hvort hún hafi gengið með ráðherrann í maganum. „Nei, aldeilis ekki, ég gæti ekki hafa verið með minna fóstur af því tagi,“ segir hún og kveðst hafa verið mjög ánægð á þeim stað sem hún var. „Mér fannst gaman að fá tækifæri til að verða þingmaður á góðum aldri og er ekkert farin frá því. Það er góður og skemmtilegur hópur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og mikil eining innan hans.“Syndir móti straumnum Sigrún er lýðveldisbarn, fæddist í júní 1944 og fyllti því sjöunda tuginn síðasta sumar. Það er sá aldur sem margir nota til að setjast í helgan stein. En hún syndir móti straumnum. „Maður breytist ekkert á einum degi eða eftir ártölum. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og áhugasvið. Það höfðar til mín að taka þátt í félagsstarfi, móta tillögur og þrasa frekar en fara að stunda golf eða útskurð,“ segir hún. Kveðst þó ekki hafa átt von á því þegar hún samþykkti að vera á lista Framsóknar fyrir síðustu alþingiskosningar að hún stæði í sporum ráðherra einu og hálfu ári síðar. Alls ekki. „Auðvitað gerði ég mér grein fyrir að því fylgdi ábyrgð að taka 2. sætið á lista. Það var baráttusæti. Maður fer ekki hugsunarlaust í framboð og heldur ekki í stjórnmál nema til að ná árangri. Ég var viss um að ég yrði varaþingmaður og kæmi inn á þing öðru hvoru. Ég bar ekki ráðherra í maganum en var hamingjusöm yfir að flokkurinn minn skyldi enn og aftur treysta mér. Auðvitað getur verið þægilegra að taka hægindastólinn og konfektkassann fram yfir baráttuna en ég hef aldrei sagt nei við verkefnum heldur haft þann neista að vilja taka þátt.“ Sigrún var síðast á þingi 1982, sem varaþingmaður. En er sá Framsóknarflokkur sem hún starfar í núna sá sami og þá? „Ég er búin að fylgja þessum flokki í næstum hálfa öld og félagshyggjuhugsjónin er runnin mér í merg og bein,“ segir hún fastmælt og líkir pólitík við vegalagningu. Það kunni að verða beygjur á leiðinni og steinar sem þurfi að ryðja burt en sé ákvörðunarstaðurinn skýr sé haldið áfram á hverju sem gengur. „Á einhverjum tíma kann að hafa verið fólk sem hugsaði meira um eigin frama en lokatakmark flokksins og hafi komið inn í stjórnmál bara til að fara í framboð. Það er mikill kostur ef fólk hefur starfað í félögum, því félög skapa samkennd sem er svo mikilvæg í stjórnmálaflokkum eins og annars staðar.“ Sigrún kveðst sjálf hafa fengið ómetanlegt uppeldi í kvenfélagi flokksins í Reykjavík.Ættuð af Austurvelli Hún sleit barns- og unglingsskónum í Skipasundinu, rekur móðurættina í Svarfaðardalinn og föðurættina á Austurvöll númer 1. „Ég var í sveit í Svarfaðardal og finnst enginn staður fallegri en er ekkert síður stolt af því að vera úr hjarta borgarinnar. Forfaðir minn, Hallgrímur Scheving, reisti sér hús þar sem Hótel Borg er nú. Það varð síðar pósthús og við það er Pósthússtræti kennt en húsið stendur í dag á horni Brúnavegs og Kleifarvegs.“ Sigrún lauk landsprófi og 4. bekkjar prófi frá Kvennaskólanum. Síðar fór hún í MH og nam enn síðar þjóðfræði og borgarfræði við HÍ. Eitt af því sem hún telur hafa mótað hana sterkt er að hún flutti tæplega átján ára til Þýskalands, gift kona, án alls stuðnings að heiman. „Maðurinn minn, Kári Einarsson, var að læra rafmagnsverkfræði og ég fór strax að vinna á skrifstofu heildsölu. Það var strembið í byrjun að skrifa þýsk verslunarbréf. Aginn var mikill í Þýskalandi og sparsemin, þar held ég að ég hafi lært þá nýtni sem ég hef tileinkað mér. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef það hefði sést brauðskorpa í ruslinu. En nái maður Þjóðverjum þá á maður þá fyrir lífstíð. Við Kári leigðum uppi á lofti hjá fjölskyldu sem enn heldur tryggð við mig, sama er að segja um vini sem ég vann með í Deutsche Bank í þrjú ár.“ Áður en hún fór út var Sigrún hálft ár í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. „Ég held að móðir mín hafi haft meiri áhyggjur af piltinum sem ég var að giftast en mér. Ég varð eitthvað að kunna.“ Hún gerir ekkert mikið úr sér sem húsmóður en kveðst þó alltaf elda kvöldmat. Ef hún viti af erfiðri viku fram undan undirbúi hún sig um helgar. „Hún er heilög þessi kvöldmáltíð,“ segir hún. Árin urðu fimm í Þýskalandi og Sigrún segir dvölina hafi hert hana. „Ég kom teinrétt til baka frá Þýskalandi og hafði lært heilmikið. Auðvitað hefði ég getað átt áhyggjulausara líf hér heima í menntaskóla – alveg eins og ég hefði getað átt áhyggjulausari efri ár núna. En ég þarf alltaf að vera að berjast í einhverju. Það er bara í mér.“ Um tveggja ára skeið bjuggu Sigrún og Kári á Bíldudal en hún hafði áhyggjur af heilsu foreldra sinna og þau fluttu suður aftur, settust að í Skipasundinu og þar komu tvær dætur til sögunnar, Sólveig Klara 1971 og Ragnhildur Þóra 1975. Þau keyptu verslunina Rangá, ásamt vinahjónum frá Bíldudal og Sigrún sinnti rekstri hennar í tæpa þrjá áratugi. Heimilið var á hæðinni fyrir ofan. „Flestir kaupmenn hurfu af hornunum en Rangá hefur lifað. Það má meðal annars þakka nýtni og hirðusemi um það sem við höfðum,“ segir Sigrún og telur þessa reynslu koma að gagni í því sem hún sé að taka að sér. „Það er nauðsyn í hinu stóra samhengi að fara vel með það sem okkur er falið, meðal annars náttúruna því henni verðum við að skila áfram til næstu kynslóða.“Sigrún í ráðherrastól. „Það er nauðsyn í hinu stóra samhengi að fara vel með það sem okkur er falið, meðal annars náttúruna því henni verðum við að skila áfram til næstu kynslóða.“Með fyrrverandi á jólum Sigrún og Kári skildu árið 1986 um svipað leyti og hún tók við sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Var hún kannski farin að gefa Páli auga? „Ekki aldeilis. Páll var giftur maður þá. Það voru allt aðrar ástæður sem lágu þar að baki,“ segir hún og viðurkennir að skilnaður sé alltaf erfiður en þau Kári hafi borið gæfu til að vinna vel úr honum. „Kári er til dæmis alltaf með okkur á aðfangadagskvöld og nú var hann líka hér á gamlárskvöld. Það segir auðvitað mikið um Pál.“ Hún segir þessa hefð hafa skapast áður en Páll kom til sögunnar. „Við Kári höfðum þann þroska að hugsa aðeins út fyrir okkur sjálf og reyna að hafa huggulegt kvöld með stelpunum okkar, þrátt fyrir skilnaðinn. Svo hefur það bara haldið áfram. Þótt Ragnhildur Þóra búi í Bretlandi er hún alltaf hér á jólunum og finnst algerlega tilheyra að hafa pabba sinn með. Enda á maður ekkert endilega að láta allt rofna þótt leiðir skilji.“ Ég forvitnast um stelpurnar og kemst að því að Sólveig Klara er geðhjúkrunarfræðingur og Ragnhildur Þóra vísindamaður í Cambridge. Sigrún upplýsir að í sömu sjónvarpsfréttum og hún var kynnt sem ráðherra hafi verið viðtal við Ragnhildi Þóru vegna tilnefningar hennar í hóp bestu taugavísindamanna í Evrópu. Þar sem við sitjum blasa við útsaumaðir dúkar með fögru handbragði umhverfisráðherrans. Sigrún segir hannyrðir hafa fylgt henni alla tíð í einhverjum mæli. „Þótt enginn trúi því var ég afskaplega rólynt barn, sat og saumaði. Ekki alveg ímyndin núna!“ Hún segir Pál kunna líka með nálina að fara. „Það er nú svo gott með hann Pál að hann er svo flinkur að lagfæra föt. Hann þolir ekki ef faldur er lélegur eða einhvers staðar vantar tölu. Þá tekur hann sig til. Hann hefur líka alfarið séð um að kaupa á mig föt í fleiri, fleiri ár og ég er alltaf ánægð með hans val.“ Hún segir það hafa verið mikinn feng fyrir sig að kynnast Páli sínum og öllu hans fylgdarliði. Samanlagt eigi þau 17 barnabörn. „Við eigum hús á Höllustöðum og þar nýt ég þess að róta í moldinni og rækta. Við fengum fleiri kíló af jarðarberjum í sumar. Það er ekkert síður ég en hann sem sæki þangað norður.“ Sigrún er kvik í hreyfingum, samt kveðst hún aldrei hafa farið í leikfimi, bara sund. „Það er einhver liðleiki í genunum. Maggi Scheving er bróðursonur minn og bróðir minn er íþróttakennari. Hann stýrði öllu íþróttaveseni í götunni en fannst ég aldrei nógu dugleg svo ég fór bara inn og saumaði. En við tjúttuðum mikið á tímabili og á sjötugsafmælinu mínu fengum við okkur snúning.“Borgarfulltrúi Sigrún var borgarfulltrúi á árunum 1986 til 2002. Hún var formaður í fræðsluráði í átta ár, meðal annars þegar borgin tók við grunnskólunum úr hendi ríkisins. Því fylgdi mikil uppbygging til að öll börn gætu verið í skóla á sama tíma dagsins, það telur Sigrún hafa aukið jafnrétti kynja til náms og starfa meira en fólk geri sér grein fyrir. Hún var formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans, boðaði fundi og stjórnaði þeim.Sjóminjasafnið Sigrún sat í nefnd sem kom sjóminjasafni á Grandagarði á laggirnar. Kveðst stundum kalla það verkefni naglasúpuna því það minni á söguna af henni. „Maður fær fimm línur, tillögur á blaði, og þarf að vinna úr þeim. Svo hrærir maður í tómum potti og segir svo eins og kallinn: „Það væri nú gott að fá smá styrk þarna, ekki væri nú amalegt að finna einhverja muni eða fá þetta og hitt.“ Karlinn var lunkinn í sögunni og það þurfti hyggindi þarna líka. Auðvitað fékk ég á mig frekjustimpil en ég held ég hafi lagt líf og sál í að gera sjóminjasafnið Víkina að veruleika og það var ekki alltaf auðvelt.“Þingvallanefnd Sigrún er formaður Þingvallanefndar og finnst það heiður, enda snerti staðurinn hjarta hvers Íslendings. „Gróðurinn er viðkvæmur á Þingvöllum og við þurfum líka að halda sögunni til haga svo komandi kynslóðir skilji hvað þar hefur átt sér stað. Því þarf að vernda Þingvelli en þeir eru einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins,“ segir hún og bendir á að nýtt bílastæði hafi verið tekið í notkun í haust uppi á Haki. Nefndin sé að skoða hvort þar sé hægt að byggja líka veitingasölu og kannski finna nýja gönguleið þaðan niður í Hestagjá til að dreifa fjöldanum þannig að ekki feti allir sömu slóðirnar.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira