Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svartfjallaland 19-19 | Stórleikur Florentinu dugði ekki til sigurs Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 14. júní 2015 17:30 Florentina Grecu-Stanciu átti stórleik. vísir/ernir Ísland og Svartfjallaland skildu jöfn, 19-19, í Laugardalshöllinni í dag, í seinni umspilsleik liðanna um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. Jafnteflið dugði íslenska liðinu skammt en Svartfellingar unnu fyrri leikinn með níu mörkum, 28-19, og viðureignina samanlagt 47-38.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók myndirnar sem sjá má. Florentina Stanciu átti stórkostlegan leik í íslenska markinu í dag og varði alls 30 skot, eða 63% þeirra skota sem hún fékk á sig. Lygilegar tölur og grátlegt að þessi frammistaða Stjörnukonunnar hafi ekki dugað til sigurs. Fyrir leikinn var vitað að verkefnið yrði erfitt og allt að því ómögulegt. En íslenska liðinu til hróss mætti það ákveðið til leiks og var sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin, með Sunnu Jónsdóttir í aðalhlutverki, var sterk og þar fyrir aftan var Florentina Stanciu í mögnuðum ham. Stjörnukonan varði alls 17 skot í fyrri hálfleik, eða 63% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var góður framan af leik og liðið náði í tvígang þriggja marka forystu, 8-5 og 9-6. En síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks hrökk sóknin í baklás og íslensku stelpurnar skoruðu aðeins eitt mark síðustu 10 mínúturnar. Hægri vængurinn var algjörlega óvirkur en Ísland fékk ekki mark þaðan í fyrri hálfleik. Þá gerði íslenska liðið full marga tæknifeila. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn óx þeim svartfellsku ásmegin og þær leiddu með einu marki í hálfleik, 10-11, sem var í raun ótrúlegt miðað við frammistöðu Florentinu. Marina Rajcic stóð reyndar fyrir sínu í marki gestanna og varði níu skot (47%) í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik þótt Svartfellingar væru jafnan á undan að skora. Gestirnir náðu hins vegar aldrei meira en tveggja forystu. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar og Florentina varði áfram sem óð væri. Íslensku stelpurnar komust svo loks yfir á 51. mínútu, 17-16, þegar Ramune Pekarskyte, sem átti annars mjög erfitt uppdráttar í sókninni í seinni hálfleik, skoraði laglegt mark. Ísland komst tvívegis í viðbót yfir á lokakaflanum en náði ekki að klára dæmið. Íslenska liðið var með boltann þegar tæpar 40 sekúndur voru eftir en sú sókn endaði með slöku skoti Ramune sem fór yfir markið. Svartfellingar fengu 16 sekúndur til að tryggja sér sigurinn en Florentina kórónaði stórleik sinn með því að verja lokaskot Katarinu Bulatovic. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Ramune kom næst með fjögur. Bulatovic skoraði mest fyrir gestina, eða sex mörk.vísir/ernirÁgúst: Vantaði fleiri auðveld mörkÁgúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, sagði íslenska liðið geta ágætlega við unað eftir jafntefli við Svartfjallaland í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. "Það þarf að horfa til þess að við erum að spila við eitt besta landslið í heimi, þannig að jafntefli eru alveg viðunandi úrslit," sagði Ágúst. "En miðað við hvernig leikurinn þróaðist vorum við pínu klaufar að vinna ekki leikinn. Við voru allavega í stöðu til þess og þess vegna er þetta svekkjandi." Ísland tapaði fyrri leiknum með níu mörkum því var ljóst að verkefnið væri nær ómögulegt. En hvernig gekk Ágústi að mótivera sínar stelpur fyrir leikinn? "Það var lítið mál. Við erum með mikið af atvinnumönnum í liðinu sem eru algjörir fagmenn. Eins og fólk sá vantaði ekkert upp á baráttuna og vinnusemina í liðinu en hún var til fyrirmyndar. "Þær gáfu allt í þetta og ég held við getum gengið stoltar frá verkefninu. En auðvitað er maður pínu svekktur og þá serstaklega með að ná ekki betri úrslitum á útivelli," sagði Ágúst sem sagði að íslenska liðið hefði vantað auðveld mörk í dag. Florentina Stanciu varði eins og berserkur en þrátt fyrir það skoraði Ísland aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum. "Það er það sem við þurfum. Við vissum það fyrirfram að þær eru hávaxnar og líkamlega sterkar í sínum varnarleik, þannig að við þurftum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum, hvort sem það er úr fyrstu eða annarri bylgju. "Við fengum of lítið af slíkum mörkum og þurfum að fara yfir það," sagði Ágúst að lokum.vísir/ernirHrafnhildur Hanna: Erum ekkert slakari en þetta lið Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk þegar það gerði 19-19 jafntefli við Svartfjallaland á heimavelli í dag. "Þetta eru alveg ásættanleg úrslit. Við vorum að spila við eitt besta lið heims en við mið hvernig leikurinn spilaðist fannst mér við eiga meira skilið. "Við erum ekkert slakari en þetta lið," sagði Hrafnhildur en Ísland tapaði fyrri leiknum með níu marka mun, 28-19. En var sá munur of mikill að mati Hrafnhildar? "Það var alltof mikill munur og gaf ekki rétta mynd af leiknum. Mér fannst við eiga að vinna þann leik miðað við hvernig hann spilaðist. Við vorum klaufar og klúðruðum þessu," sagði Hrafnhildur sem hrósaði Florentinu Stanciu fyrir þennan frammistöðu í íslenska markinu. "Hún var frábær í dag, alveg frábær, en við náðum ekki nýta okkur það með einföldum mörkum úr hraðaupphlaupum." Hrafnhildur til þess að gera nýliði í landsliðinu en hún átti frábært tímabil með Selfossi í vetur. Hún segir að það hafi verið vel tekið á móti sér. "Þetta hefur verið fínt. Mér finnst ég vera velkomin í hópinn og það er gott að koma inn í hann og mér líður vel," sagði Hrafnhildur sem verður áfram í herbúðum Selfoss á næsta tímabili. Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland og Svartfjallaland skildu jöfn, 19-19, í Laugardalshöllinni í dag, í seinni umspilsleik liðanna um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. Jafnteflið dugði íslenska liðinu skammt en Svartfellingar unnu fyrri leikinn með níu mörkum, 28-19, og viðureignina samanlagt 47-38.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók myndirnar sem sjá má. Florentina Stanciu átti stórkostlegan leik í íslenska markinu í dag og varði alls 30 skot, eða 63% þeirra skota sem hún fékk á sig. Lygilegar tölur og grátlegt að þessi frammistaða Stjörnukonunnar hafi ekki dugað til sigurs. Fyrir leikinn var vitað að verkefnið yrði erfitt og allt að því ómögulegt. En íslenska liðinu til hróss mætti það ákveðið til leiks og var sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin, með Sunnu Jónsdóttir í aðalhlutverki, var sterk og þar fyrir aftan var Florentina Stanciu í mögnuðum ham. Stjörnukonan varði alls 17 skot í fyrri hálfleik, eða 63% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var góður framan af leik og liðið náði í tvígang þriggja marka forystu, 8-5 og 9-6. En síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks hrökk sóknin í baklás og íslensku stelpurnar skoruðu aðeins eitt mark síðustu 10 mínúturnar. Hægri vængurinn var algjörlega óvirkur en Ísland fékk ekki mark þaðan í fyrri hálfleik. Þá gerði íslenska liðið full marga tæknifeila. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn óx þeim svartfellsku ásmegin og þær leiddu með einu marki í hálfleik, 10-11, sem var í raun ótrúlegt miðað við frammistöðu Florentinu. Marina Rajcic stóð reyndar fyrir sínu í marki gestanna og varði níu skot (47%) í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik þótt Svartfellingar væru jafnan á undan að skora. Gestirnir náðu hins vegar aldrei meira en tveggja forystu. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar og Florentina varði áfram sem óð væri. Íslensku stelpurnar komust svo loks yfir á 51. mínútu, 17-16, þegar Ramune Pekarskyte, sem átti annars mjög erfitt uppdráttar í sókninni í seinni hálfleik, skoraði laglegt mark. Ísland komst tvívegis í viðbót yfir á lokakaflanum en náði ekki að klára dæmið. Íslenska liðið var með boltann þegar tæpar 40 sekúndur voru eftir en sú sókn endaði með slöku skoti Ramune sem fór yfir markið. Svartfellingar fengu 16 sekúndur til að tryggja sér sigurinn en Florentina kórónaði stórleik sinn með því að verja lokaskot Katarinu Bulatovic. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk en Ramune kom næst með fjögur. Bulatovic skoraði mest fyrir gestina, eða sex mörk.vísir/ernirÁgúst: Vantaði fleiri auðveld mörkÁgúst Jóhannsson, þjálfari Íslands, sagði íslenska liðið geta ágætlega við unað eftir jafntefli við Svartfjallaland í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Danmörku síðar á þessu ári. "Það þarf að horfa til þess að við erum að spila við eitt besta landslið í heimi, þannig að jafntefli eru alveg viðunandi úrslit," sagði Ágúst. "En miðað við hvernig leikurinn þróaðist vorum við pínu klaufar að vinna ekki leikinn. Við voru allavega í stöðu til þess og þess vegna er þetta svekkjandi." Ísland tapaði fyrri leiknum með níu mörkum því var ljóst að verkefnið væri nær ómögulegt. En hvernig gekk Ágústi að mótivera sínar stelpur fyrir leikinn? "Það var lítið mál. Við erum með mikið af atvinnumönnum í liðinu sem eru algjörir fagmenn. Eins og fólk sá vantaði ekkert upp á baráttuna og vinnusemina í liðinu en hún var til fyrirmyndar. "Þær gáfu allt í þetta og ég held við getum gengið stoltar frá verkefninu. En auðvitað er maður pínu svekktur og þá serstaklega með að ná ekki betri úrslitum á útivelli," sagði Ágúst sem sagði að íslenska liðið hefði vantað auðveld mörk í dag. Florentina Stanciu varði eins og berserkur en þrátt fyrir það skoraði Ísland aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum. "Það er það sem við þurfum. Við vissum það fyrirfram að þær eru hávaxnar og líkamlega sterkar í sínum varnarleik, þannig að við þurftum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum, hvort sem það er úr fyrstu eða annarri bylgju. "Við fengum of lítið af slíkum mörkum og þurfum að fara yfir það," sagði Ágúst að lokum.vísir/ernirHrafnhildur Hanna: Erum ekkert slakari en þetta lið Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í íslenska liðinu með fimm mörk þegar það gerði 19-19 jafntefli við Svartfjallaland á heimavelli í dag. "Þetta eru alveg ásættanleg úrslit. Við vorum að spila við eitt besta lið heims en við mið hvernig leikurinn spilaðist fannst mér við eiga meira skilið. "Við erum ekkert slakari en þetta lið," sagði Hrafnhildur en Ísland tapaði fyrri leiknum með níu marka mun, 28-19. En var sá munur of mikill að mati Hrafnhildar? "Það var alltof mikill munur og gaf ekki rétta mynd af leiknum. Mér fannst við eiga að vinna þann leik miðað við hvernig hann spilaðist. Við vorum klaufar og klúðruðum þessu," sagði Hrafnhildur sem hrósaði Florentinu Stanciu fyrir þennan frammistöðu í íslenska markinu. "Hún var frábær í dag, alveg frábær, en við náðum ekki nýta okkur það með einföldum mörkum úr hraðaupphlaupum." Hrafnhildur til þess að gera nýliði í landsliðinu en hún átti frábært tímabil með Selfossi í vetur. Hún segir að það hafi verið vel tekið á móti sér. "Þetta hefur verið fínt. Mér finnst ég vera velkomin í hópinn og það er gott að koma inn í hann og mér líður vel," sagði Hrafnhildur sem verður áfram í herbúðum Selfoss á næsta tímabili.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira