Snakkið vonandi klárt fyrir Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. mars 2015 19:00 Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ventu kvæði sínu í kross og gerðust bændur fyrir ári síðan. „Við stefnum á að vera tilbúin með eitthvað snakk fyrir Eurovision í maí, það er svona hið eina sanna snakk-seasion,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða.Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.Mynd/Svavar Pétur„Ég var pínu stressaður um að þetta myndi allt fara til fjandans en svo sýnist mér fólk vera taka við sér og mér sýnist að þetta muni merjast,“ segir Svavar Pétur. Nú þegar hafa um fimmtíu öðlingar lagt í púkkið og er upphæðin komin upp í rúmar tvö þúsund evrur. Markmiðið er að safna 10 þúsund evrum. En það ber þó að taka það fram að þetta er ekki söfnun heldur fær fólk ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu, allt eftir því hversu háa uppæð fólk leggur til. Hann segir framkvæmdirnar ganga vel og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta gengur þrusu vel, það voru menn að setja niður nýja spennustöð til að geta keyrt snakkofninn og svo var verið að setja upp vaska.“ Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí. Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
„Við stefnum á að vera tilbúin með eitthvað snakk fyrir Eurovision í maí, það er svona hið eina sanna snakk-seasion,“ segir tónlistarmaðurinn, bóndinn og bulsugerðarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson. Svavar og eiginkona hans, Berglind Häsler, stefna á að hefja framleiðslu á íslensku sveitasnakki úr gulrófum þegar verksmiðjan þeirra er tilbúin en þau eru að breyta gömlu fjósi í verksmiðju og eldhús til framleiðslunnar. Þau tóku við bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi og hafa unnið að því að breyta fjósi í snakkverksmiðju. Þau brugðu því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund, líkt og þau gerðu til að fjármagna framleiðslu á Bulsum sem nú fást víða.Fjósinu er nú umbreitt í snakkverksmiðju.Mynd/Svavar Pétur„Ég var pínu stressaður um að þetta myndi allt fara til fjandans en svo sýnist mér fólk vera taka við sér og mér sýnist að þetta muni merjast,“ segir Svavar Pétur. Nú þegar hafa um fimmtíu öðlingar lagt í púkkið og er upphæðin komin upp í rúmar tvö þúsund evrur. Markmiðið er að safna 10 þúsund evrum. En það ber þó að taka það fram að þetta er ekki söfnun heldur fær fólk ýmislegt fyrir peninginn. Allt frá því að fá nafn sitt ritað á þakkartöflu í snakkverksmiðjunni upp í gistingu, tónleika með Prins Póló og Bulsuveislu, allt eftir því hversu háa uppæð fólk leggur til. Hann segir framkvæmdirnar ganga vel og er bjartsýnn á framhaldið. „Þetta gengur þrusu vel, það voru menn að setja niður nýja spennustöð til að geta keyrt snakkofninn og svo var verið að setja upp vaska.“ Markmiðið er að verkið verði klárt fyrir vorið. Þá á snakkverksmiðjan að vera komin á laggirnar, og á markað komið fyrsta flokks heilsusamlegt sveitasnakk úr gulrófum, undir merki Havarí.
Tengdar fréttir Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43 Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Safna fyrir snakkverksmiðju á Karolina Fund Bulsugerðarmennirnir Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler ætla að setja á laggirnar snakkverksmiðju á sveitabænum sínum Karlsstöðum á Austfjörðum. 25. febrúar 2015 21:43
Íslenskt sveitasnakk í framleiðslu fljótlega Svavar Pétur ætlar að gera Berufjörð að miklu menningarmusteri. Fyrsta skrefið er framleiðsla á íslensku sveitasnakki. Gistiheimili og hljóðver næst á dagskrá. 10. janúar 2015 08:30