Göturnar grotna niður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. mars 2015 00:01 Gatnamótin við Hlemm eru verulega illa farin. Þar fer Strætó eðli máls samkvæmt mikið um, ásamt annarri bílaumferð. Mynd/Vilhelm Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og nú og langan tíma mun taka að bæta úr ástandinu. „Ástandið er eitthvað það allra versta sem um getur ,“ segir Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Reykjavíkurborg ráðstafar 530 milljónum króna í ár til gatnagerðar. Þar af fara 400 milljónir í malbiksframkvæmdir, sem er 100 milljóna hækkun frá árinu 2014, og 130 milljónir í malbiksviðgerðir. Á árinu 2014 fóru 120 milljónir í þann lið. „Við lögðum til í borgarráði að 160 milljónum yrði ráðstafað til viðbótar í viðgerðir. Hætt yrði við þrengingu Grensásvegar og þannig hætt að eyðileggja götur og nota peninginn í að gera við götur. Þetta snýst um forgangsröðun.,“ segir Halldór. Gatnakerfi Reykjavíkurborgar er í dag um 420 kílómetrar og hefur lengst töluvert á síðasta áratug. Áætluð ending gatna hjá umhverfis- og skipulagssviði er mismunandi. Þannig er áætlað að minni húsagötur endist í 35 ár, aðrar húsagötur í 30 ár, safngötur í 20 ár en tengibrautir í 12 ár. Árin 2013 og 2014 voru aðeins níu kílómetrar af götum endurnýjaðar. Ef sú vegalengd helst þá þarf ending allra slitalaga að vera 46 ár á meðan borgin áætlar að miðað við núverandi ástand og reynslutölur af endingu slitlaga þurfi að endurnýja 18 til 25 kílómetra á ári.Grandagarður sem liggur meðfram verbúðunum við hafnarsvæðið.Mynd/VilhelmBrautarholtið er verulega illa farið.Mynd/VilhelmGötur við Spöngina í Grafarvogi koma mjög illa undan vetri.Mynd/PjeturÞetta getur ekki farið vel með bílana.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og nú og langan tíma mun taka að bæta úr ástandinu. „Ástandið er eitthvað það allra versta sem um getur ,“ segir Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Reykjavíkurborg ráðstafar 530 milljónum króna í ár til gatnagerðar. Þar af fara 400 milljónir í malbiksframkvæmdir, sem er 100 milljóna hækkun frá árinu 2014, og 130 milljónir í malbiksviðgerðir. Á árinu 2014 fóru 120 milljónir í þann lið. „Við lögðum til í borgarráði að 160 milljónum yrði ráðstafað til viðbótar í viðgerðir. Hætt yrði við þrengingu Grensásvegar og þannig hætt að eyðileggja götur og nota peninginn í að gera við götur. Þetta snýst um forgangsröðun.,“ segir Halldór. Gatnakerfi Reykjavíkurborgar er í dag um 420 kílómetrar og hefur lengst töluvert á síðasta áratug. Áætluð ending gatna hjá umhverfis- og skipulagssviði er mismunandi. Þannig er áætlað að minni húsagötur endist í 35 ár, aðrar húsagötur í 30 ár, safngötur í 20 ár en tengibrautir í 12 ár. Árin 2013 og 2014 voru aðeins níu kílómetrar af götum endurnýjaðar. Ef sú vegalengd helst þá þarf ending allra slitalaga að vera 46 ár á meðan borgin áætlar að miðað við núverandi ástand og reynslutölur af endingu slitlaga þurfi að endurnýja 18 til 25 kílómetra á ári.Grandagarður sem liggur meðfram verbúðunum við hafnarsvæðið.Mynd/VilhelmBrautarholtið er verulega illa farið.Mynd/VilhelmGötur við Spöngina í Grafarvogi koma mjög illa undan vetri.Mynd/PjeturÞetta getur ekki farið vel með bílana.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira