Óhefðbundnar lækningar geta minnkað virkni lyfja fanney birna jónsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:30 Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir hvetur fólk til að ræða óhefðbundnar lækningar við lækna sína. Sumar slíkar meðferðir geti vakið falskar vonir en verið tilgangslausar. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta getur verið skaðlegt fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og formaður Félags krabbameinslækna, um mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Gunnar segir þá meðferð sem krabbameinslæknar veita í dag vera gagnreynda, það er, hana er búið að meta með klínískum rannsóknum, vega og meta aukaverkanir gagnvart ávinningi. Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinlæknir„Þetta getur haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfjanna.“ Það þekkist einnig að fólk vilji frekar reynar óhefðbundnar lækningar en hefðbundnar og afþakki jafnvel hinar hefðbundnu. „Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar hefðbundinni læknismeðferð við læknanlegum sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanlegir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist alveg.“ Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það hafi engu að tapa. „Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til að ræða svona hluti við læknana sína. Bara ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækningar,“ segir Gunnar. Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar meðferðir verið mjög dýrar. „Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefðbundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“ Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir sjúklingana. „Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir að hringja til að segja frá hinu og þessu og rökstyðja með reynslusögum sem er alltaf hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið. Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem ekki er hægt að standa við.“ Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum nótum. „Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til fólks með rökum, að þetta geti haft milliverkanir en síðan veit maður ekki nóg um það af því engar rannsóknir hafa farið fram á þessu.“ Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknismeðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi. „Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem er vond á bragðið og mögulega hætta að borða mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“ Gunnar segist aldrei banna sjúklingum sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeðferðum. „En ég mæli gegn því af því að það er ekki búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir Gunnar að lokum. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Þetta getur verið skaðlegt fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og formaður Félags krabbameinslækna, um mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækninga. Gunnar segir þá meðferð sem krabbameinslæknar veita í dag vera gagnreynda, það er, hana er búið að meta með klínískum rannsóknum, vega og meta aukaverkanir gagnvart ávinningi. Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgangast sambærilegt ferli.Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinlæknir„Þetta getur haft milliverkanir fyrir meðferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnkað virkni krabbameinslyfjanna.“ Það þekkist einnig að fólk vilji frekar reynar óhefðbundnar lækningar en hefðbundnar og afþakki jafnvel hinar hefðbundnu. „Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar hefðbundinni læknismeðferð við læknanlegum sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanlegir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist alveg.“ Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það hafi engu að tapa. „Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til að ræða svona hluti við læknana sína. Bara ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækningar,“ segir Gunnar. Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar meðferðir verið mjög dýrar. „Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefðbundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“ Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir sjúklingana. „Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir að hringja til að segja frá hinu og þessu og rökstyðja með reynslusögum sem er alltaf hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið. Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem ekki er hægt að standa við.“ Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum nótum. „Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til fólks með rökum, að þetta geti haft milliverkanir en síðan veit maður ekki nóg um það af því engar rannsóknir hafa farið fram á þessu.“ Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknismeðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi. „Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem er vond á bragðið og mögulega hætta að borða mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“ Gunnar segist aldrei banna sjúklingum sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeðferðum. „En ég mæli gegn því af því að það er ekki búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir Gunnar að lokum.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira