Flutningabíll fauk á hliðina á Reykjanesbraut í veðurofsanum sem nú gengur yfir landið. Atvikið átti sér stað á milli afleggjarans að Vogum og afleggjarans að Grindavík
Bíllinn liggur sem stendur á hliðinni við vegarkantinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekki verið hægt að fjarlægja hann vegna veðursins.
Atvikið átti sér stað rétt rúmlega hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni slapp ökumaðurinn ómeiddur.
Fylgstu með veðrinu á veðursíðu Vísis.
Sendiferðabíll fauk á hliðina á Reykjanesbraut
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
