„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 20:48 Karl Garðarsson spyr hvers vegna hagnaður bankanna skili sér ekki í lagi vöxtum til almennings. Vísir/Valli/Pjetur Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. Hann benti meðal annars á hagnað Arion-banka og Íslandsbanka á seinasta ári sem nam samtals rúmum 50 milljörðum. „Á sama tíma er Arion-banki að bjóða íbúðakaupendum upp á óverðtryggð lán með allt að 8 prósenta ársvöxtum. Hins vegar ef þú ætlar að leggja inn pening, til dæmis á sparisjóðsbók, þá er stór hluti vaxtanna neikvæður, það er fólk tapar á því að leggja pening inn í bankann. Af hverju skilar þessi mikli hagnaður bankanna sér ekki í lægri vöxtum til almennings?“ sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að almenningur og stjórnmálamenn þyrftu að þrýsta á um að bankarnir breyttu um kúrs. Þá benti Karl jafnframt á að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað en það hafi hins vegar ekki skilað sér inn í vaxtatöflu bankanna. „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið sem síðan endurspeglast í þessum miklu hagnaðartölum og það bara gengur ekki til lengdar.“Dæmi um að vaxtahækkanir éti upp leiðréttingu húsnæðislána fólks Þá sagði Karl að á sparistundum sé talað um samfélagslega ábyrgð bankanna en það virðist þá aðallega felast í því að veita styrki til góðgerðarsamtaka. Það sé í sjálfu sér gott en góð staða bankanna skil sér hins vegar ekki til þorra almennings. „Þetta er risavaxið mál fyrir almenning þar sem stórhluti tekna flestra fer í afborganir af lánum til þessara stóru stofnana. Þess vegna skipta vaxtakjörin gríðarlega miklu máli og smá breyting á lánskjörum upp á við þýðir það að það sem lán lækka út af leiðréttingunni, það gengur allt til baka og bankarnir hirða það bara. Ég er bara með dæmi hérna fyrir framan mig, reyndar ekki frá einum þessara þriggja banka, en þar sem viðkomandi lánastofnun ákveður að hækka vexti núna fyrir nokkrum dögum sem þýddi það að fjölmargir sem voru með húsnæðislán hjá viðkomandi aðila þurfa að borga meira heldur en fyrir leiðréttingu í afborganir,“ sagði Karl en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56 Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58 Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29 Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sjá meira
MP banki hagnast um hálfan milljarð Hagnaður MP banka á síðari árshelmingi 2014 nam 494 milljónum króna samanborið við 159 milljóna króna tap á fyrri árshelmingi. 25. febrúar 2015 09:56
Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna í fyrra Heildar rekstrartekjur bankans voru 42,4 milljarðar í fyrra, en 42,6 milljarðar 2013. 24. febrúar 2015 08:58
Arion banki hagnaðist um 28,7 milljarða í fyrra „Afkoma var umfram væntingar á öllum helstu tekjusviðum,“ segir Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. 24. febrúar 2015 19:29
Hagnaðurinn mun dragast saman Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. 25. febrúar 2015 10:00