Vegagerðin hefur lokað þjóðveginum undir Eyjafjöllum vegna mikils hvassveðurs sem þar er. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og þungfært í Þrengslum. Þá er einnig hvassviðri við Akrafjall og á Reykjanesbraut. Á Holtavörðuheiði eru hálkublettir og óveður.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.
Fróðárheiði á Snæfellsnesi er ófær. Sömu sögu er að segja af Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra á Austfjörðum. Ófært er á Kleifaheiði, Hálfdán og Mikladal og lokað er um Raknadalshlíð á Vestfjörðum.
