Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2015 12:53 Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, fyrrum hluthafi í Kaupþingi, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. Samkvæmt heimildum Vísis var Ólafur fluttur úr Hegningarhúsinu á Kvíabryggju í gær. DV greindi fyrst frá. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í viðtali við Vísi daginn sem dómurinn féll í Hæstarétti að viðmiðið væri að dómþolar væru teknir fyrr inn á boðunarlista eftir því sem dómur væri þyngri. Óski menn hins vegar eftir því við Fangelsismálastofnun að hefja afplánun sem fyrst sé orðið við þeirri ósk. „Staðan er þannig ef einhver einstaklingur óskar eftir því að komast í afplánuna, það á jafnt við um þá sem eru að koma í sína fyrstu afplánun og síbrotamenn, að það er reynt að verða við því. Það er ekki algengt að menn vilji fara strax í afplánun,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða, en auk Ólafs hlutu Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson dóma. Hæstiréttur þyngdi dómana sem Ólafur og Magnús hlutu í héraði um eitt ár. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um eitt ár sem hafði dæmt Ólaf í þriggja og hálfs árs fangelsi. Ólafur hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á málsmeðferð.Páll Winkel.Aldrei lengur í fangelsi en í tvö ár Páll segist í samtali við Vísi í dag ekki getað tjáð sig um einstök mál. Aðspurður hvort að maður sem hlýtur fjögurra og hálfs árs dóm uppfylli skilyrði til að afplána á Kvíabryggju segir Páll svo geta getið. „Fangelsismálastofnun verður að taka mið af fullnustu refsinga þar sem skilyrði koma fram um það hverjir mega afplána í opnum fangelsum, líkt og Kvíabryggju. Meðal þess sem við þurfum að taka tillit til er að menn séu ekki lengur en tvö til þrjú ár í opnum fangelsum. Við þurfum að taka mið af brotaferli, hvort viðkomandi komi inn á réttum tíma, óloknum málum og svo framvegis,“ segir Páll. „Tökum mann sem fær fimm ára fangelsisdóm sem dæmi. Hann fær þá reynslulausn eftir helming tímans eða tvo þriðjuhluta tímans ef hann er að afplána sinn fyrsta dóm vegna þess að lög um fullnustu refsinga gera ráð fyrir því. Ef viðkomandi fær reynslulausn eftir tvo þriðjuhluta tímans þá eru það um þrjú ár.Frá Kvíabryggju.Vísir/PjeturEf við erum að tala um maður sé tvö til þrjú ár í opnu fangelsi þá er afplánunarferlið þannig að þú kemur inn í lokað fangelsi – Hegningarhúsið - og ferð svo í ákveðinn tíma í opið fangelsi ef þú uppfyllir skilyrðin. Svo kemur líka til frádráttar vistun á áfangaheimili Verndar og að lokum er svo afplánun undir rafrænu eftirliti. Maður sem fær fimm ára dóm er því aldrei í fangelsi lengur en í tvö ár. Hann fer á Vernd í eina sex mánuði og fimm mánuði undir rafrænt eftirlit.“ Páll segir það þó alveg skýrt að ef einhver brýtur af sér í opnu fangelsi – „dettur í það“ eða brýtur reglur fangelsisins - þá sé hann umsvifalaust fluttur í lokað fangelsi. „Það gerist reglulega, nokkrum sinnum á ári.“ Ekki náðist í Hákon Árnason, lögmaður Ólafs, við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15 Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fyrrum hluthafi í Kaupþingi, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. Samkvæmt heimildum Vísis var Ólafur fluttur úr Hegningarhúsinu á Kvíabryggju í gær. DV greindi fyrst frá. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í viðtali við Vísi daginn sem dómurinn féll í Hæstarétti að viðmiðið væri að dómþolar væru teknir fyrr inn á boðunarlista eftir því sem dómur væri þyngri. Óski menn hins vegar eftir því við Fangelsismálastofnun að hefja afplánun sem fyrst sé orðið við þeirri ósk. „Staðan er þannig ef einhver einstaklingur óskar eftir því að komast í afplánuna, það á jafnt við um þá sem eru að koma í sína fyrstu afplánun og síbrotamenn, að það er reynt að verða við því. Það er ekki algengt að menn vilji fara strax í afplánun,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða, en auk Ólafs hlutu Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson dóma. Hæstiréttur þyngdi dómana sem Ólafur og Magnús hlutu í héraði um eitt ár. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um eitt ár sem hafði dæmt Ólaf í þriggja og hálfs árs fangelsi. Ólafur hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á málsmeðferð.Páll Winkel.Aldrei lengur í fangelsi en í tvö ár Páll segist í samtali við Vísi í dag ekki getað tjáð sig um einstök mál. Aðspurður hvort að maður sem hlýtur fjögurra og hálfs árs dóm uppfylli skilyrði til að afplána á Kvíabryggju segir Páll svo geta getið. „Fangelsismálastofnun verður að taka mið af fullnustu refsinga þar sem skilyrði koma fram um það hverjir mega afplána í opnum fangelsum, líkt og Kvíabryggju. Meðal þess sem við þurfum að taka tillit til er að menn séu ekki lengur en tvö til þrjú ár í opnum fangelsum. Við þurfum að taka mið af brotaferli, hvort viðkomandi komi inn á réttum tíma, óloknum málum og svo framvegis,“ segir Páll. „Tökum mann sem fær fimm ára fangelsisdóm sem dæmi. Hann fær þá reynslulausn eftir helming tímans eða tvo þriðjuhluta tímans ef hann er að afplána sinn fyrsta dóm vegna þess að lög um fullnustu refsinga gera ráð fyrir því. Ef viðkomandi fær reynslulausn eftir tvo þriðjuhluta tímans þá eru það um þrjú ár.Frá Kvíabryggju.Vísir/PjeturEf við erum að tala um maður sé tvö til þrjú ár í opnu fangelsi þá er afplánunarferlið þannig að þú kemur inn í lokað fangelsi – Hegningarhúsið - og ferð svo í ákveðinn tíma í opið fangelsi ef þú uppfyllir skilyrðin. Svo kemur líka til frádráttar vistun á áfangaheimili Verndar og að lokum er svo afplánun undir rafrænu eftirliti. Maður sem fær fimm ára dóm er því aldrei í fangelsi lengur en í tvö ár. Hann fer á Vernd í eina sex mánuði og fimm mánuði undir rafrænt eftirlit.“ Páll segir það þó alveg skýrt að ef einhver brýtur af sér í opnu fangelsi – „dettur í það“ eða brýtur reglur fangelsisins - þá sé hann umsvifalaust fluttur í lokað fangelsi. „Það gerist reglulega, nokkrum sinnum á ári.“ Ekki náðist í Hákon Árnason, lögmaður Ólafs, við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15 Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15
Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01