Bólusetningar að lögum: Undirskriftarsöfnun hafin

Ekki kemur fram á síðunni hver það er sem stendur fyrir söfnuninni né hvort eða hvenær listinn verður afhentur stjórnvöldum. Þó kemur fram að markmið hópsins séu tuttugu þúsund undirskriftir.
Hátt í tólf prósent barna á Íslandi eru óbólusett. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni en segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Hann segir að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka.
Listann má sjá hér.
Tengdar fréttir

Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“
Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra.

Óhætt að bólusetja börn fyrir alvarlegum sjúkdómum
Samantekt á yfir 20000 rannsóknum á bóluefnum fyrir börn sýna að óhætt er að hvetja foreldra til að láta bólusetja börn sín fyrir hættulegum sjúkdómum.

Vill ekki bólusetja börnin sín
Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar.

Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum
Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín.

Ekki nógu mörg fjögurra ára börn mæta í bólusetningu
Eitt af hverjum fimm fjögurra ára börnum á Suðurlandi voru ekki endurbólusett árið 2013.