Hagnaðurinn mun dragast saman Jón Hákon Haldórsson skrifar 25. febrúar 2015 10:00 Búist er við því að starfsmönnum bankans muni fækka um 10 prósent til viðbótar. fréttablaðið/gva Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. Mismuninn má rekja til einskiptisliða, aðallega breytingar á virðismati eigna en einnig hagnaðar af sölu á fyrirtækjum. Heildarhagnaðurinn er um 319 milljónum króna minni en fyrir árið 2013. Hagnaður af reglulegri starfsemi eykst hins vegar um 2,68 milljarða króna. Á fundi Birnu Einarsdóttur, forstjóra Íslandsbanka, og Jóns Guðna Ómarssonar fjármálastjóra með blaðamönnum í gær kom fram að þessir tveir þættir hafi sífellt minni áhrif á afkomu bankans og því megi búast við að ekki sjáist jafn háar tölur um hagnað á næstu árum og gerist nú. Birna bendir á að virðisbreyting eigna sé nú 7,8 milljarðar en hafi verið 18 milljarðar í fyrra. „Það er að koma meiri vissa í safnið,“ segir Birna og bendir á að þetta eigi eftir að fjara út með tímanum. Ný útlán Íslandsbanka jukust úr 100 milljörðum króna árið 2013 í 165 milljarða á síðasta ári. Birna segir að níu mánaða uppgjör bankanna hafi bent til þess að Íslandsbanki hafi aukið markaðshlutdeild sína í útlánum. Hún bíði svo eftir því að sjá ársuppgjör hinna bankanna til að fá þessa tilfinningu sína staðfesta. Birna leggur áherslu á að verulega hafi dregið úr rekstrarkostnaði bankans að undanförnu. Það hafi orðið fjögur prósent raunlækkun á liðnu ári en 20 prósent lækkun þegar litið er til síðustu þriggja ára. „Þetta hefur verið heljarinnar verk, bæði 250 starfsmenn sem við höfum fækkað um á undanförnum þremur árum og einföldun á starfseminni hvar sem við höfum getað. Þessi verkefni eru enn þá í gangi,“ segir Birna. Búist er við því að starfsmönnum bankans muni fækka um tíu prósent á næstu árum. Þá segir hún að vaxtamunur bankans hafi lækkað frá fyrra ári og sé nú að ná jafnvægi í þremur prósentum. „Hann var mjög hár fyrstu árin eftir hrun vegna þess að hluti af því var tengt því að það var svo mikið misvægi á milli innlánsvaxtanna á lánum sem við vorum að taka yfir í íslenskum krónum og svo var stór hluti af erlendum lánum á erlendum vöxtum,“ útskýrir Birna. Hluti af matinu á lánasafninu hafi falist í því að jafna þetta eins mikið og hægt væri. Þessi mismunur hafi því verið inni í vaxtatekjunum fyrstu árin en síðan jafnast út. „En við sögðum alltaf á þessum fundum að við höldum að þetta verði í þremur prósentum,“ segir hún. Spurð hvort góð afkoma bankans verði til þess að hægt verði að minnka vaxtamun enn frekar eða lækka gjöld á viðskiptavini segir Birna að nú þegar óreglulegir liðir detti út sé horft til þess að styrkja frekar undirliggjandi rekstur bankans. „Mér finnst ég ekki vera komin þangað sem ég vil vera með hann. Þannig að það er töluvert erfitt í því. Við erum bara að vinna að því. Við erum að vinna að einföldun í kerfunum okkar og að sjálfsögðu vonum við að við getum skilað því. En það er þó þannig að það er mikil samkeppni á útlánamarkaði,“ segir Birna og bendir á að þessi samkeppni komi viðskiptavinum bankans til góða. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagnaður af reglulegri starfsemi Íslandsbanka nam 14,85 milljörðum króna á síðasta ári en heildarhagnaður bankans eftir skatta nam 22,75 milljörðum króna. Mismuninn má rekja til einskiptisliða, aðallega breytingar á virðismati eigna en einnig hagnaðar af sölu á fyrirtækjum. Heildarhagnaðurinn er um 319 milljónum króna minni en fyrir árið 2013. Hagnaður af reglulegri starfsemi eykst hins vegar um 2,68 milljarða króna. Á fundi Birnu Einarsdóttur, forstjóra Íslandsbanka, og Jóns Guðna Ómarssonar fjármálastjóra með blaðamönnum í gær kom fram að þessir tveir þættir hafi sífellt minni áhrif á afkomu bankans og því megi búast við að ekki sjáist jafn háar tölur um hagnað á næstu árum og gerist nú. Birna bendir á að virðisbreyting eigna sé nú 7,8 milljarðar en hafi verið 18 milljarðar í fyrra. „Það er að koma meiri vissa í safnið,“ segir Birna og bendir á að þetta eigi eftir að fjara út með tímanum. Ný útlán Íslandsbanka jukust úr 100 milljörðum króna árið 2013 í 165 milljarða á síðasta ári. Birna segir að níu mánaða uppgjör bankanna hafi bent til þess að Íslandsbanki hafi aukið markaðshlutdeild sína í útlánum. Hún bíði svo eftir því að sjá ársuppgjör hinna bankanna til að fá þessa tilfinningu sína staðfesta. Birna leggur áherslu á að verulega hafi dregið úr rekstrarkostnaði bankans að undanförnu. Það hafi orðið fjögur prósent raunlækkun á liðnu ári en 20 prósent lækkun þegar litið er til síðustu þriggja ára. „Þetta hefur verið heljarinnar verk, bæði 250 starfsmenn sem við höfum fækkað um á undanförnum þremur árum og einföldun á starfseminni hvar sem við höfum getað. Þessi verkefni eru enn þá í gangi,“ segir Birna. Búist er við því að starfsmönnum bankans muni fækka um tíu prósent á næstu árum. Þá segir hún að vaxtamunur bankans hafi lækkað frá fyrra ári og sé nú að ná jafnvægi í þremur prósentum. „Hann var mjög hár fyrstu árin eftir hrun vegna þess að hluti af því var tengt því að það var svo mikið misvægi á milli innlánsvaxtanna á lánum sem við vorum að taka yfir í íslenskum krónum og svo var stór hluti af erlendum lánum á erlendum vöxtum,“ útskýrir Birna. Hluti af matinu á lánasafninu hafi falist í því að jafna þetta eins mikið og hægt væri. Þessi mismunur hafi því verið inni í vaxtatekjunum fyrstu árin en síðan jafnast út. „En við sögðum alltaf á þessum fundum að við höldum að þetta verði í þremur prósentum,“ segir hún. Spurð hvort góð afkoma bankans verði til þess að hægt verði að minnka vaxtamun enn frekar eða lækka gjöld á viðskiptavini segir Birna að nú þegar óreglulegir liðir detti út sé horft til þess að styrkja frekar undirliggjandi rekstur bankans. „Mér finnst ég ekki vera komin þangað sem ég vil vera með hann. Þannig að það er töluvert erfitt í því. Við erum bara að vinna að því. Við erum að vinna að einföldun í kerfunum okkar og að sjálfsögðu vonum við að við getum skilað því. En það er þó þannig að það er mikil samkeppni á útlánamarkaði,“ segir Birna og bendir á að þessi samkeppni komi viðskiptavinum bankans til góða.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira