Áttavillt og umdeilt Ríkisútvarp Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2015 11:55 BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun