Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa 18. júlí 2015 12:00 Halldóra Jónsdóttir Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira