Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa 18. júlí 2015 12:00 Halldóra Jónsdóttir Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“ Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira