Menning

Megasarafmæli á menningarkvöldi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Meistarinn Megas verður hylltur í ræðu og söng á Selfossi í kvöld.
Meistarinn Megas verður hylltur í ræðu og söng á Selfossi í kvöld. Vísir/Valli
Sjötugsafmælis Megasar verður minnst í menningardagskrá Bókakaffis á Selfossi í kvöld, 24. apríl. Þar mun Óttar Guðmundsson fjalla um skáldið og listamanninn Megas og kynna bókina um hann, Viðrini veit ég mig vera, sem kom út í tilefni afmælisins. Jóhanna Þórhallsdóttir syngur líka nokkur af lögum meistarans.

Ari Trausti Guðmundsson ljóðskáld kynnir líka nýja ljóðabók sína, Fardaga, sem gefin er út af Bókakaffinu.

Þá mæta á staðinn rithöfundar frá Gullkistunni á Laugarvatni en þar dvelja erlendir listamenn við störf sín. Jón Özur Snorrason kynnir Gullkistuna og hin erlendu skáld.

Húsið verður opnað klukkan 20 en upplesturinn hefst klukkan 20.30.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bókaútsala á staðnum í tilefni af Vori í Árborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×