Ringulreið ómstríðra hljóma á Tectonics Jónas Sen skrifar 24. apríl 2015 11:30 Verk Úlfs Hanssonar tónskálds var ljósið í myrkrinu að mati gagnrýnanda. Visir/Anton Verk eftir Úlf Hansson, Catherine Lamb, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Áka Ásgeirsson og Iancu Dumitrescu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Ilan Volkov. Einleikari: Stephen O'Malley.Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fyrri degi Tectonics byrjuðu ekki illa. Þar var frumflutt Interwoven eftir Úlf Hansson, sem er tónskáld af yngri kynslóðinni. Verkið var fallegt. Það byrjaði með draumkenndu yfirbragði síendurtekinna strengjahendinga sem tóku hægferðugum breytingum. Heildarhljómurinn var hreinn í fyrstu, en svo náðu ómstríðir, langir tónar völdum. Þeir voru seiðandi. Þá myndaðist skemmtileg togstreita á milli hins hreina og bjarta annars vegar og skugga og óreiðu hins vegar. Spennan hélst allan tímann, fögur strengjaáferð og hryssingslegir tréblásturshljómar í bland. Það skapaði einstakt andrúmsloft sem varð smám saman áleitnara og náði svo upp í áhrifamikinn hápunkt. Fátt bar hins vegar til tíðinda í næsta verki, sem var eftir Catherine Lamb. Það hét Portions Transparent/Opaque: I. Expand. Tónlistin samanstóð af ógnarlöngum og ofurveikum hljómum sem urðu fljótt býsna svæfandi. Enga framvindu var að greina í verkinu, engan hápunkt, ekki neitt. Stemningin var ekki ósvipuð í tónsmíðinni þar á eftir, Water's Voice sem hér var frumflutt. Hún var eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Þar mátti heyra margar góðar hugmyndir sem voru nostursamlega útfærðar. Það vantaði þó dirfskuna í úrvinnsluna og í heild var tónlistin því óttalega rislítil og skildi fátt eftir sig. Ekki tók betra við eftir hlé. Verk eftir Áka Ásgeirsson, 247°, var óspennandi ringulreið ómstríðra hljóma. Verra var samt Elan and Permanence eftir Iancu Dumitrescu, hávaðasamur hrærigrautur af óhljóðum sem bókstaflega drápu mann úr leiðindum. Stephen O'Malley, sá frægi metalmúsíkant, lék á rafmagnsgítar og vissulega var leikur hans fallega dökkur í byrjun. En svo gerðist ekkert markvert í leik hans, hann varð aldrei að neinu bitastæðu. Þetta voru bara endurtekningar aftur og aftur. Á tímabili langaði mig mest til að taka upp símann minn og fara að hlusta á einhverja aðra tónlist. Fólk hlýtur að hafa fundið þetta á sér, því það var afar fámennt. Eldborgin tekur mest 1.800 manns, ég efast um að fleiri en 200 hafi verið í salnum. Það er gott að fleiri þjáðust ekki. Ég gef þessum tónleikum tvær stjörnur, eingöngu fyrir verk Úlfs sem var ljósið í myrkrinu.Niðurstaða: Aðeins eitt verk var gott á tónleikunum. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Verk eftir Úlf Hansson, Catherine Lamb, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Áka Ásgeirsson og Iancu Dumitrescu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Ilan Volkov. Einleikari: Stephen O'Malley.Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fyrri degi Tectonics byrjuðu ekki illa. Þar var frumflutt Interwoven eftir Úlf Hansson, sem er tónskáld af yngri kynslóðinni. Verkið var fallegt. Það byrjaði með draumkenndu yfirbragði síendurtekinna strengjahendinga sem tóku hægferðugum breytingum. Heildarhljómurinn var hreinn í fyrstu, en svo náðu ómstríðir, langir tónar völdum. Þeir voru seiðandi. Þá myndaðist skemmtileg togstreita á milli hins hreina og bjarta annars vegar og skugga og óreiðu hins vegar. Spennan hélst allan tímann, fögur strengjaáferð og hryssingslegir tréblásturshljómar í bland. Það skapaði einstakt andrúmsloft sem varð smám saman áleitnara og náði svo upp í áhrifamikinn hápunkt. Fátt bar hins vegar til tíðinda í næsta verki, sem var eftir Catherine Lamb. Það hét Portions Transparent/Opaque: I. Expand. Tónlistin samanstóð af ógnarlöngum og ofurveikum hljómum sem urðu fljótt býsna svæfandi. Enga framvindu var að greina í verkinu, engan hápunkt, ekki neitt. Stemningin var ekki ósvipuð í tónsmíðinni þar á eftir, Water's Voice sem hér var frumflutt. Hún var eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Þar mátti heyra margar góðar hugmyndir sem voru nostursamlega útfærðar. Það vantaði þó dirfskuna í úrvinnsluna og í heild var tónlistin því óttalega rislítil og skildi fátt eftir sig. Ekki tók betra við eftir hlé. Verk eftir Áka Ásgeirsson, 247°, var óspennandi ringulreið ómstríðra hljóma. Verra var samt Elan and Permanence eftir Iancu Dumitrescu, hávaðasamur hrærigrautur af óhljóðum sem bókstaflega drápu mann úr leiðindum. Stephen O'Malley, sá frægi metalmúsíkant, lék á rafmagnsgítar og vissulega var leikur hans fallega dökkur í byrjun. En svo gerðist ekkert markvert í leik hans, hann varð aldrei að neinu bitastæðu. Þetta voru bara endurtekningar aftur og aftur. Á tímabili langaði mig mest til að taka upp símann minn og fara að hlusta á einhverja aðra tónlist. Fólk hlýtur að hafa fundið þetta á sér, því það var afar fámennt. Eldborgin tekur mest 1.800 manns, ég efast um að fleiri en 200 hafi verið í salnum. Það er gott að fleiri þjáðust ekki. Ég gef þessum tónleikum tvær stjörnur, eingöngu fyrir verk Úlfs sem var ljósið í myrkrinu.Niðurstaða: Aðeins eitt verk var gott á tónleikunum.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira