Einfalda regluverk við útleigu íbúða Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. júlí 2015 19:30 Sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra segir að skoða þurfi hvort hægt sé að einfalda regluverk í kringum útleigu einstaklinga á íbúðum til ferðamanna. Núverandi kerfi þröngvi fólki út í atvinnurekstur. Einföldun kerfisins myndi auðvelda skattskil. Samkvæmt athugun fréttastofu eru hátt í 2000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar á vefsíðunni Airbnb, þar sem einstaklingar leigja út íbúð sína til ferðamanna. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið hert eftirlit með þessari starfsemi. „Það sem við höfum áhyggjur af er raunverulega hvað þetta hefur sterkt yfirbragð dulins hagkerfis þessar sölusíður. Þarna inni á þessum síðum, þá eru engar persónulegar rekjanlegar upplýsingar, það er ekki hægt að sjá hvar viðkomandi er að leigja, húsnúmer eða neitt slíkt,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. Embættið hafi því farið aðrar leiðir til að koma upp um þá sem ekki gefa tekjur upp til skatts, til dæmis með því að skoða greiðslur erlendis frá inná kreditkort. Umfang eftirlitsins með þessum málum sé því töluvert. „Við höfum verið með allt að sex til átta manns sem hafa verið að fara yfir þessar innborganir erlendis frá, og í bréfaskriftum hafa farið út mörg hundruð bréf vegna frávika sem hafa komið í ljós í kringum þessa vinna,“ segir Sigurður. Regluverkið of flókiðHann segir þessa miklu fjölgun mála vera umhugsunarefni. Eins og regluverkið er í dag sé verið að þröngva einstaklingum, sem stunda þennan rekstur, út í atvinnurekstur og þeir gerðir að atvinnurekendum. Skoða þurfi hvort ekki sé hægt að einfalda regluverkið. „Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið. Á þeim grunni, því einfaldara sem kerfið er, þá má væntanlega leiða líkur að því að skattskil yrðu auðveldari,“ segir Sigurður. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra segir að skoða þurfi hvort hægt sé að einfalda regluverk í kringum útleigu einstaklinga á íbúðum til ferðamanna. Núverandi kerfi þröngvi fólki út í atvinnurekstur. Einföldun kerfisins myndi auðvelda skattskil. Samkvæmt athugun fréttastofu eru hátt í 2000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar á vefsíðunni Airbnb, þar sem einstaklingar leigja út íbúð sína til ferðamanna. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið hert eftirlit með þessari starfsemi. „Það sem við höfum áhyggjur af er raunverulega hvað þetta hefur sterkt yfirbragð dulins hagkerfis þessar sölusíður. Þarna inni á þessum síðum, þá eru engar persónulegar rekjanlegar upplýsingar, það er ekki hægt að sjá hvar viðkomandi er að leigja, húsnúmer eða neitt slíkt,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. Embættið hafi því farið aðrar leiðir til að koma upp um þá sem ekki gefa tekjur upp til skatts, til dæmis með því að skoða greiðslur erlendis frá inná kreditkort. Umfang eftirlitsins með þessum málum sé því töluvert. „Við höfum verið með allt að sex til átta manns sem hafa verið að fara yfir þessar innborganir erlendis frá, og í bréfaskriftum hafa farið út mörg hundruð bréf vegna frávika sem hafa komið í ljós í kringum þessa vinna,“ segir Sigurður. Regluverkið of flókiðHann segir þessa miklu fjölgun mála vera umhugsunarefni. Eins og regluverkið er í dag sé verið að þröngva einstaklingum, sem stunda þennan rekstur, út í atvinnurekstur og þeir gerðir að atvinnurekendum. Skoða þurfi hvort ekki sé hægt að einfalda regluverkið. „Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið. Á þeim grunni, því einfaldara sem kerfið er, þá má væntanlega leiða líkur að því að skattskil yrðu auðveldari,“ segir Sigurður.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira