The Breakfast Club fagnar þrítugsafmæli Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 10:00 Krakkarnir kynnast hvert öðru og sjálfum sér betur í eftirsetunni. Mynd/Getty Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsafmæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.Ólíkur hópur Unglingarnir í myndinni eru hver úr sínum hópnum innan skólans.Mynd/GettyThe Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t you en það gerir gæfumuninn í að ljúka myndinni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Judd Nelson er ekki dáinn Fórnarlamb óprúttinna aðila á internetinu. 27. október 2014 21:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Á þessu ári fagnar stórmyndin The Breakfast Club þrítugsafmæli sínu. Myndin kom út árið 1985 og var leikstýrt af John Hughes sem leikstýrði meðal annars Pretty in Pink og Home Alone. Gagnrýnendur telja myndina vera eina af bestu menntaskólamyndum sem hafa verið gerðar. Myndin var gefin aftur út í ár í Bandaríkjunum í tilefni stórafmælisins. Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera. Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.Ólíkur hópur Unglingarnir í myndinni eru hver úr sínum hópnum innan skólans.Mynd/GettyThe Breakfast Club hefur verið vinsæl hjá öllum kynslóðum enda er myndin talin tímamótaverk. Fólk af öllum kynslóðum hefur séð myndina og flestir mörgum sinnum. Lokalagið í myndinni er með hljómsveitinni Simple Minds og heitir Don‘t you en það gerir gæfumuninn í að ljúka myndinni. Lagið er enn í dag tengt The Breakfast Club. Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn. John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Judd Nelson er ekki dáinn Fórnarlamb óprúttinna aðila á internetinu. 27. október 2014 21:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira