Íslendingar í risavöxnu jarðvarmaverkefni í Eþíópíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 19:00 Íslenskt jarðvarmafyrirtæki stendur í ströngu í Eþíópíu og hefur komið að þróun risavaxins jarðvarmaraforkuvers sem fullklárað mun kosta jafnvirði 260 milljarða króna. Fyrirtækið er einnig með verkefni í farvatninu í Karabíska hafinu og Mexíkó Á mánudaginn var skrifað undir samning milli stjórnvalda í Eþíópíu og Corbetti Geothermal kaup á raforku úr nýrri jarðvarmavirkjun sem mun rísa í Oromia héraðinu í Eþíópíu. Corbetti er í eigu íslenska jarðvarmafyrirtækisins Reykjavík Geothermal sem hefur þróað virkjunina á undanförnum fimm árum. Fullkláruð mun hún kosta tvo milljarða dollara, jafnvirði 260 milljarða króna og afkasta 500 megavöttum af raforku. Eþíópísk stjórnvöld munu greiða 7 og hálfan dollara fyrir kílóvattstundina fyrir rafmagnið úr virkjuninni í Oromia héraðinu. Reykjavik Geothermal er svo með annað verkefni í Eþíópíu af svipaðri stærðargráðu í þróun. Hagnaður af raforkusölu vegna þessara verkefna mun hlaupa á milljörðum króna í fyllingu tímans. „Við erum búnir að vera þarna frá 2010 og Eþíópíumenn eru raunar að þróa mörg verkefni sjálfir en þetta er fjölmenn þjóð, það búa 80 milljónir manna þarna. Það er mikill orkuskortur þarna og þar fyrir utan er mikill orkuskortur í Austur-Afríku og þar er verið að tengja saman raforkusvæði þannig að þetta er að verða einn stór raforkumarkaður,“ segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavik Geothermal. Reykjavík Geothermal var stofnað 2008 og er í eigu bandarískra fjárfesta. Starfsmennirnir eru Íslendingar og það er íslenskt hugvit sem hefur komið að þróun þessara verkefna í Eþíópíu. „Fyrir utan okkur starfa margar verkfræðistofur og sérfræðingar hér á landi að þessum verkefnum og íslenskt hugvit er leiðandi í þeim,“ segir Guðmundur. Reykjavik Geothermal er með fleiri stór verkefni í farvatninu, „Við erum komnir á svipaðan stað með verkefni í St. Vincent í Karabíska hafinu og annað verkefni í Mexíkó.“ Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Íslenskt jarðvarmafyrirtæki stendur í ströngu í Eþíópíu og hefur komið að þróun risavaxins jarðvarmaraforkuvers sem fullklárað mun kosta jafnvirði 260 milljarða króna. Fyrirtækið er einnig með verkefni í farvatninu í Karabíska hafinu og Mexíkó Á mánudaginn var skrifað undir samning milli stjórnvalda í Eþíópíu og Corbetti Geothermal kaup á raforku úr nýrri jarðvarmavirkjun sem mun rísa í Oromia héraðinu í Eþíópíu. Corbetti er í eigu íslenska jarðvarmafyrirtækisins Reykjavík Geothermal sem hefur þróað virkjunina á undanförnum fimm árum. Fullkláruð mun hún kosta tvo milljarða dollara, jafnvirði 260 milljarða króna og afkasta 500 megavöttum af raforku. Eþíópísk stjórnvöld munu greiða 7 og hálfan dollara fyrir kílóvattstundina fyrir rafmagnið úr virkjuninni í Oromia héraðinu. Reykjavik Geothermal er svo með annað verkefni í Eþíópíu af svipaðri stærðargráðu í þróun. Hagnaður af raforkusölu vegna þessara verkefna mun hlaupa á milljörðum króna í fyllingu tímans. „Við erum búnir að vera þarna frá 2010 og Eþíópíumenn eru raunar að þróa mörg verkefni sjálfir en þetta er fjölmenn þjóð, það búa 80 milljónir manna þarna. Það er mikill orkuskortur þarna og þar fyrir utan er mikill orkuskortur í Austur-Afríku og þar er verið að tengja saman raforkusvæði þannig að þetta er að verða einn stór raforkumarkaður,“ segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavik Geothermal. Reykjavík Geothermal var stofnað 2008 og er í eigu bandarískra fjárfesta. Starfsmennirnir eru Íslendingar og það er íslenskt hugvit sem hefur komið að þróun þessara verkefna í Eþíópíu. „Fyrir utan okkur starfa margar verkfræðistofur og sérfræðingar hér á landi að þessum verkefnum og íslenskt hugvit er leiðandi í þeim,“ segir Guðmundur. Reykjavik Geothermal er með fleiri stór verkefni í farvatninu, „Við erum komnir á svipaðan stað með verkefni í St. Vincent í Karabíska hafinu og annað verkefni í Mexíkó.“
Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira