Handbolti

Varaði þá við Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bræðurnir Aron og Arnór ásamt Kolbeini Sigþórssyni og Björgvini Páli Gústavssyni.
Bræðurnir Aron og Arnór ásamt Kolbeini Sigþórssyni og Björgvini Páli Gústavssyni. vísir/daníel
Arnór Þór Gunnarsson fylgdist vitanlega vel með þegar dregið var í riðla fyrir EM í fótbolta enda Aron Einar, bróðir hans, fyrirliði landsliðsins. Ísland lenti þá í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.

Sjá einnig: Óttaðist í smástund um EM

„Ég fylgdist með lýsingunni á Vísi. Það eru þrír Austurríkismenn með mér í liði hér úti og einn Ungverji og þeir voru ánægðir með að vera með Íslandi í riðli. Ég sagði þeim að gæta orða sinna og að það yrði ekki auðvelt að spila við okkur,“ segir Arnór Þór.

Fjölskylda þeirra bræðra mun eins og svo margir aðrir Íslendingar halda til Frakklands í sumar og fylgja strákunum eftir. Líklegt er að Arnór verði sjálfur upptekinn með handboltalandsliðinu þegar Ísland mætir Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní en hann stefnir á að ná hinum tveimur leikjum Íslands í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×