Þýskt félag hyggur á mælingar við Grindavík vegna vindmyllugarðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Formaður bæjarráðs segir Grindvíkinga vilja uppbyggingu eins og aðra en telur margt óunnið varðandi vindmyllugarð. Fréttablaðið/Valli Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira