Erlent

Danir hyggjast herða reglur um hælisleitendur enn frekar

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen er forsætisráðherra í minnihlutastjórn Venstre.
Lars Løkke Rasmussen er forsætisráðherra í minnihlutastjórn Venstre. Vísir/EPA
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vill gera flóttamönnum enn erfiðara að komast til landsins. Hann hefur boðað til fundar með öðrum flokksformönnum á föstudag til að ræða nýjan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda.

Løkke Rasmussen hefur varað við að þrýstingurinn á Danmörku vegna komu flóttafólks sé orðinn svo mikill að það geti leitt til ringulreiðar í landinu.

Forsætisráðherrann hefur bent á að vanalega fækki hælisleitendum yfir vetrarmánuðina en sú þróun eigi ekki við í ár. Hann segir núgildandi reglur ekki duga til og að hann vilji stytta dvalartíma hælisleitenda í landinu og lækka framlög til hælisleitenda enn frekar.

Løkke Rasmussen er forsætisráðherra í minnihlutastjórn Venstre, en aðgerðapakki hans verður kynntur á fundi flokksformannanna á föstudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×