Jónas Guðni Sævarsson er ekki lengur leikmaður KR í Pepsi-deild karla í fótbolta, en hann og félagið hafa komist að samkomulagi um starfslok Jónasar hjá félaginu.
Þetta kemur fram á heimasíðu KR, en Jónas Guðjóni kom fyrst til KR 2007 og hefur unnið þrjá bikarmeistaratitla og einn Íslandsmeistaratitil með vesturbæjarliðinu.
„KR þakkar Jónasi Guðna fyrir einstaklega farsælt og ánægjulegt samstarf,“ segir í fréttinni á heimasíðu KR. „KR og Jónas Guðni óska hvor öðrum velfarnaðar og vonast til að fá tækifæri til að sameina krafta sína aftur sem fyrst.“
Jónas Guðni kom við sögu í 20 leikjum hjá KR í sumar, en hann kom aftur til félagsins eftir að vera í atvinnumennsku frá 2010-2012.
Jónas Guðjóni er uppalinn í Keflavík, en hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2004 og aftur 2006.
Jónas Guðni farinn frá KR
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn

