Vill ekki aðild Breta að bandaríkjum Evrópu Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2015 07:00 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnir samningskröfur sínar. Fréttablaðið/EPA „Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“ Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
„Ég er að biðja leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um skýrt, lagalega bindandi og óafturkræft samkomulag um að létta þeirri skyldu af Bretlandi að þurfa að vinna að æ nánara bandalagi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sinni í gær. „Það mun þýða að aldrei verði hægt að flækja Bretland inn í pólitískt bandalag gegn vilja okkar, né draga okkur inn í einhvers konar bandaríki Evrópu.“ Cameron kynnti í ræðunni kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu og ætlar að bera væntanlegan samning um slíkar breytingar undir bresku þjóðina í kosningum árið 2017. Hann sendi einnig í gær bréf til Donalds Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann útlistaði þessar sömu kröfur sínar um breytingar á Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni síðastliðið vor boðaði Cameron þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en að fyrst myndi hann reyna að ná fram samningi um breytingar sem Bretar gætu sætt sig við. Hann sagðist vonast til þess að Bretar gætu samþykkt að vera áfram í ESB að þessum breyttu forsendum. Í ræðu sinni í sagði hann að þeir, sem krefjast útgöngu Bretlands, ættu að hugsa sinn gang vandlega því þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis haldin einu sinni: „Ef við kjósum að fara, þá förum við. Það verður hvorki samið upp á nýtt né haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Þá sagði Cameron ljóst, að segi Bretar sig úr ESB muni þeir ekki óska eftir því að vera áfram á innri markaði þess, Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tók Noreg sem dæmi um ríki, sem rétt eins og Ísland stendur utan Evrópusambandsins en er þó með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, innri markaðnum sem sagt. Hann segir Noreg engu ráða um þær reglur, sem settar eru um Evrópska efnahagssvæðið, heldur verði einfaldlega að taka við þeim og fara eftir þeim: „Þetta eru tíu þúsund reglur og reglugerðir á síðustu 20 árum, eða fimm fyrir hvern dag sem norska þingið hefur komið saman,“ sagði Cameron í ræðu sinni. „Þannig að gráglettnin er sú, að ef við færum að dæmi Noregs myndu pólitísk afskipti Evrópusambandsins af landinu okkar aukast, en ekki minnka.“
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira