Sport

Holm með leyniuppskrift að sigri gegn Rondu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Í nýjasta þætti af Embedded, sem hitar upp fyrir UFC 193, þá fáum við að kynnast aðeins öðrum keppendum kvöldsins en Rondu Rousey.

UFC 193 fer fram í Sydney í Ástralíu þar sem tveir aðalbardagar kvöldsins eru kvennabardagar. Þetta verður einstakt kvöld í sögu UFC því áhorfendamet verður slegið. Alls munu 70 þúsund manns mæta á Etihad-völlinn í Sydney.

Þar á meðal brasilíska tröllinu Antonio Silva eða Bigfoot Silva. Þar erum við að tala um 120 kílóa og tæplega tveggja metra mann.

Heimsmeistarinn í strávigt, Joanna Jedrzejczyk, kíkir aðeins til Melbourne og við fáum aðeins að sjá Rondu Rousey hita upp.

Holly Holm ætlar sér að koma á óvart gegn Rondu og er augljóslega að undirbúa eitthvað óvænt. Þjálfarar hennar hentu myndavélunum út fyrir æfingu og sögðu að fólk fengi að sjá hvað verið væri að æfa um næstu helgi.

Bardagakvöldið stóra fer fram aðfararnótt sunnudags og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að tryggja sér áskrift á 365.is. Þáttinn má sjá hér að ofan síðan.



MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×