Innlent

Sofnaði í ölvímu í fjörutíu metra hæð á Þeistareykjum

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Völundur
Mikill viðbúnaður var á vinnusvæðinu að Þeistareykjum, sakammt frá Húsavík, undir kvöld í gær, þegar í ljós kom að stjórnandi á stórum byggingakrana hafði sofnað í ölvímu í 40 metra hæð. Unnið var að ýmsum ráðstöfunum þegar maðurinn vaknaði og komst niður af sjálfsdáðum.

Hann var umsvifalaust handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum, og verður hann yfirheyrður í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×