Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 13:28 Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir að daglega sé brotið á mörgu hundruð erlendum starfsmönnum sem starfi hér á landi á vegum starfsmannaleiga. Þær sýni margar einbeittan brotavilja og dæmi séu um að starfsmenn vinni tíu til tólf tíma á dag, alla daga vikunnar á lágum launum. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna orða sviðsstjóra hjá Ríkisskattstjóra um að ekkert benti til að íslensk fyrirtæki reyndu að komast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að útvista verkefnum til erlendra fyrirtækja sem veittu þjónustu tímabundið hér á landi. Í tilkynningu ASÍ segir að skilja hefði mátt á sviðsstjóranum að lítið væri um erlend fyrirtæki með tímabundna starfsemi hér á landi. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir að á undanförnum mánuðum og misserum hafi streymt inn upplýsingar til ASÍ um starfsmannaleigur sem starfi hér á landi án þess að vera skráðar eins og lög geri ráð fyrir. Það sé því ekki undarlegt að Ríkisskattstjóri verði ekki var við brotin.Einbeittur brotavilji gegn starfsmönnum og yfirvöldum „Og bara núna síðast í morgun vorum við að fá inn til okkar upplýsingar um starfsmannaleigu sem hefur verið starfandi hér frá árinu 2014 en hefur aldrei verið skráð með sína starfsemi hér. Hvorki hjá skattinum né annars staðar,“ segir Halldór. Þessi fyrirtæki eigi að skrá sig hjá Vinnumálastofnun. Starfsemi þeirra grafi samkeppnislega undan íslenskri atvinnustarfsemi og brjóti gróflega á hinum erlendu starfsmönnum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að þau eru að stunda í mörgum tilfellum einbeitta brotastarfsemi. Þau eru mjög gjarnan að brjóta á því erlenda launafólki sem þau eru að flytja hingað til lands. Þar til viðbótar eru þau að koma sér undan því að greiða hér skatta og skyldur til íslensks samfélags,“ segir Halldór. Í dag megi áætla að verið sé að brjóta á hundruðum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um tugi fyrirtækja og við erum að tala um hundruð erlendra starfsmanna að minnsta kosti,“ segir Halldór. Þessi ólöglega starfsemi fari vaxandi eftir því sem efnahagslífið eflist.Brotum fjölgar með batnandi efnahagsástandi Þá hafi mörg íslensk fyrirtæki í bygginga- og mannvrikjagerð breytt sínu skipulagi, þannig að þar starfi aðallega stjórnendur og verfræðingar. Þau semji síðan við starfsmannaleigur um framkvæmd verkefnanna. „Það er til dæmis eitt fyrirtæki núna sem hefur verið að fá hvert verið á fætur öðru í opinberum útboðum sem er skipulagt með þessum hætti. Þar eru nánast engir íslenskir starfsmenn í framkvæmdunum sjálfum,“ segir Halldór. Jafvel séu dæmi um að þetta sé gert í framkvæmdum á vegum hins opinbera. Alvarlegustu brotin séu þar sem hver og einn launamaður sé skilgreindur sem verktaki og fái kannski um 10 evrur á tímann, eða um 1.400 krónur en njóti engra réttinda eins og orlofs eða veikindaleyfa eins og nýlegt dæmi sýni. „Vinnuskylda þeirra var sjö daga vikunnar. Skilgreind að lágmarki tíu til tólf tímar á dag. Allir stórhátíðardagar og svo framvegis. Fyrir þetta áttu þeir að greiða sínar tryggingar, fá sitt orlof, veikindarétt og svo framvegis. Þetta er langt undir því sem gildir á íslenskum vinnumarkaði.“Þetta eru nánast kjör sem þekktust eingöngu fyrir stofnun verkalýðshreyfingar á Vesturlöndum? „Já, það liggur við,“ segir Halldór Grönvold.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira