Vetur konungur varla kominn til landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:46 Það hefur ekki snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri en rignt heldur meira. vísir/ernir Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira